Baráttukona skotin

Skotin á mótmælum gegn ofbeldi á konum

Wendy Galarza hefur lagt sig alla fram í starfi sínu með börnum. Það er ástríða hennar að starfa með yngstu börn­unum þar sem hún telur að grunn­urinn að rétt­látara samfé­lagi byggðu á samkennd byrji með stuðn­ingi við þau.

Hún hefur unnið hörðum höndum að því að byggja upp rétt­látara samfélag í Mexíkó en þar í landi sæta konur oft árásum, eru niður­lægðar og myrtar fyrir það eitt að vera konur. Hún, sem femín­isti og aðgerðasinni, þekkir það af eigin raun þar sem hún týndi næstum lífi við að fordæma slíkt ofbeldi.

Wendy tók hinn 9. nóvember 2020 þátt í kröfu­göngu sem var skipu­lögð af hópi femín­ista í Cancún til að krefjast rétt­lætis fyrir konu sem var myrt og er þekkt sem Alexis.

Þegar hópur mótmæl­enda hóf að toga niður og brenna viðar­tálma skaut lögreglan skotum upp í loft, en að sögn sumra skaut hún í átt að mann­fjöld­anum. Wendy áttaði sig síðan á því að hún væri með skotsár á fótlegg sínum og sköpum.

Tveimur dögum seinna lagði hún fram form­lega kvörtun gegn lögregl­unni. Það tók marga mánuði fyrir ríkis­sak­sóknara að samþykkja sönn­un­ar­gögn frá henni, til að mynda klæðnað hennar frá þessum degi sem var með ummerki eftir skot. Mál hennar er enn í gangi. Þeir sem grun­aðir eru um að hafa staðið að skotárás­inni hafa ekki enn sætt ábyrgð.

Wendy hefur ekki látið þetta mál stöðva sig og hefur safnað saman hópi kvenna sem sættu árásum á mótmæl­unum.

„Ég er enn stað­ráðnari í að leyfa ekki 9. nóvember að falla í gleymsku. Þrátt fyrir undir­liggj­andi ótta minn að standa gegn ríkinu held ég áfram að brýna raust mína til að verja mann­rétt­indi mín og annars baráttu­fólks.“

Krefstu rétt­lætis í máli Wendy.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Kína

Fangelsuð vegna fréttaumfjöllunar um kórónuveiruna

Zhang Zhan skýrði frá útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan-borg. Hún greindi frá því á samfélagsmiðlum að yfirvöld hefðu tekið til fanga óháða blaðamenn og áreitt fjölskyldur smitaðra einstaklinga. Hún var síðar tekin til fanga og dæmd í fjögurra ára fangelsi.

Palestína

Hótað lífláti fyrir að afhjúpa ofbeldi ísraelska hersins

Janna Jihad er 15 ára gömul og býr á Vesturbakkanum, sem er hernuminn af Ísrael. Hún var aðeins sjö ára þegar hún hóf að taka upp á símann sinn mannréttindabrot ísraelska hersins. Janna hefur verið áreitt og henni hótað lífláti.

Nígería

Læstur í neðanjarðarklefa fyrir mótmæli

Imoleayo Michael studdi mótmæli á samfélagsmiðlum gegn sérsveitinni SARS sem er alræmd fyrir ofbeldi. Í kjölfarið var hann læstur í neðanjarðarklefa í 41 dag. Hann stendur frammi fyrir fölskum ákærum og margra ára fangelsisvist.

Úkraína

Ráðist á baráttufólk fyrir réttindum kvenna og hinsegin fólks

Frjálsu félagasamtökin Sphere hafa barist fyrir réttindum kvenna og hinsegin fólks frá árinu 2006. Á undanförnum árum hafa ofbeldisfullir andstöðuhópar gegn hinsegin fólki skipulagt tugi árása á starfs- og stuðningsfólk Sphere en enginn sætir ábyrgð.

Erítrea

Sætti þvinguðu mannshvarfi 15 ára

Ciham Ali var aðeins 15 ára þegar stjórnvöld námu hana á brott í hefndaraðgerð gegn föður hennar. Níu ár eru nú liðin frá því að hún sætti þvinguðu mannshvarfi. Enginn veit hvar hún er í haldi.

Mexíkó

Skotin á mótmælum gegn ofbeldi á konum

Wendy Galarza berst fyrir réttlátara samfélagi fyrir konur í heimalandi sínu. Þær sæta oft árásum, eru niðurlægðar og myrtar. Hún týndi næstum lífi sínu við að fordæma ofbeldið.

Taíland

Stendur frammi fyrir lífstíðardómi vegna friðsamlegra mótmæla

Panusaya, kölluð Rung, kallar eftir jafnrétti og tjáningarfrelsi. Í mars 2021 var hún fangelsuð í 60 daga á grundvelli laga sem banna gagnrýni á konungsríkið. Nú stendur hún frammi fyrir fjölda ákæra og á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.

Hvíta-Rússland

Unglingur barinn, gefið raflost og fangelsaður

Mikita Zalatarou, sem er flogaveikur, var 16 ára þegar hann var handtekinn og ásakaður um að kasta bensínsprengju í átt að óeirðalögreglu. Hann var í kjölfarið fangelsaður, pyndaður og dæmdur í fimm ára fangelsi.