Baráttukona skotin

Skotin á mótmælum gegn ofbeldi á konum

Wendy Galarza hefur lagt sig alla fram í starfi sínu með börnum. Það er ástríða hennar að starfa með yngstu börn­unum þar sem hún telur að grunn­urinn að rétt­látara samfé­lagi byggðu á samkennd byrji með stuðn­ingi við þau.

Hún hefur unnið hörðum höndum að því að byggja upp rétt­látara samfélag í Mexíkó en þar í landi sæta konur oft árásum, eru niður­lægðar og myrtar fyrir það eitt að vera konur. Hún, sem femín­isti og aðgerðasinni, þekkir það af eigin raun þar sem hún týndi næstum lífi við að fordæma slíkt ofbeldi.

Wendy tók hinn 9. nóvember 2020 þátt í kröfu­göngu sem var skipu­lögð af hópi femín­ista í Cancún til að krefjast rétt­lætis fyrir konu sem var myrt og er þekkt sem Alexis.

Þegar hópur mótmæl­enda hóf að toga niður og brenna viðar­tálma skaut lögreglan skotum upp í loft, en að sögn sumra skaut hún í átt að mann­fjöld­anum. Wendy áttaði sig síðan á því að hún væri með skotsár á fótlegg sínum og sköpum.

Tveimur dögum seinna lagði hún fram form­lega kvörtun gegn lögregl­unni. Það tók marga mánuði fyrir ríkis­sak­sóknara að samþykkja sönn­un­ar­gögn frá henni, til að mynda klæðnað hennar frá þessum degi sem var með ummerki eftir skot. Mál hennar er enn í gangi. Þeir sem grun­aðir eru um að hafa staðið að skotárás­inni hafa ekki enn sætt ábyrgð.

Wendy hefur ekki látið þetta mál stöðva sig og hefur safnað saman hópi kvenna sem sættu árásum á mótmæl­unum.

„Ég er enn stað­ráðnari í að leyfa ekki 9. nóvember að falla í gleymsku. Þrátt fyrir undir­liggj­andi ótta minn að standa gegn ríkinu held ég áfram að brýna raust mína til að verja mann­rétt­indi mín og annars baráttu­fólks.“

Krefstu rétt­lætis í máli Wendy.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Angóla

TikTok-stjarna fangelsuð fyrir að gagnrýna forsetann

Ana da Silva Miguel, þekkt undir nafninu Neth Nahara, er söngkona og áhrifavaldur á samfélagsmiðlum. Í ágúst 2023 gagnrýndi hún forseta landsins, João Lourenço, á TikTok. Næsta dag var Neth handtekin. Í kjölfarið var réttað yfir henni, hún sakfelld og dæmd í sex mánaða fangelsi en dómurinn var síðar lengdur í tvö ár. Yfirvöld í Angóla beita umdeildum lögum sem gera það refsivert að gagnrýna forsetann í þeim tilgangi að þagga niður í gagnrýnisröddum.

Víetnam

Í fangelsi fyrir að vernda umhverfið og mannréttindi

Umhverfismálalögfræðingurinn Dang Dinh Bach hefur helgað líf sitt verndun fólksins í Víetnam gegn áhrifum mengunar og loftslagsbreytinga. Bach var handtekinn 24. júní 2021 og færður í fangelsi fyrir meint skattsvik, aðferð sem víetnömsk yfirvöld beita til að þagga niður í umhverfisaðgerðasinnum. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir glæp sem hann framdi ekki.