Mótmælti á Facebook

Umhverfisverndarsinni á yfir höfði sér fangelsisdóm

Shahnewaz Chowd­hury er mikill áhuga­maður um krikket og hefur æft það frá unga aldri. Hann hefur einnig unun af skrifum og hefur notað hið ritaða mál til að tjá sig um þá baráttu sem íbúar heyja á svæðinu Bans­hk­hali í Suðaustur-Bangla­dess en það liggur lágt yfir sjáv­ar­máli sem gerir það viðkvæmt fyrir áhrifum lofts­lags­breyt­inga.

Hann var aðeins sex ára þegar hann varð vitni að því þegar fjöldi fólks missti ástvini sína og heimili í fellibyl og flóð­bylgju þann 29. apríl 1991. „Ég missti marga leik­fé­laga sem ég lék mér við daginn áður en felli­byl­urinn fór yfir. Ég verð ennþá lamaður af sorg þegar ég hugsa um þessa daga,“ segir Shahnewaz.

Nýtt kola­knúið orkuver í þorpi Shahnewaz átti að skapa þátta­skil í fram­þróun svæð­isins. Shahnewaz hafði hins vegar áhyggjur af þeim skað­legu umhverf­isáhrifum sem orku­verið kynni að hafa.

Þann 26. maí 2021 geisaði stormur á svæðinu. Sterkir vindar og mikið vatns­veður buldi á þorpinu. Heimili eyði­lögðust. Shahnewaz óttaðist þau eyði­leggj­andi umverf­isáhrif sem orkuver af þessu tagi hefðu á umhverfið og taldi að þau ættu þátt í hækkun sjáv­ar­borðs. Hann ákvað að tjá áhyggjur sínar á Face­book.

Shahnewaz hvatti ungt fólk til að láta í sér heyra og skrifaði: „Ungt fólk í Bans­hk­hali verður að berjast gegn órétt­læti og styðja fram­þróun með ótta­lausum skrifum.“

Næsta dag hóf fyrir­tækið málsókn gegn Shahnewaz og sakaði hann um að birta falskar upplýs­ingar. Hann var hand­tekinn af lögreglu þann 28. maí 2021 á grund­velli harð­neskju­legrar löggjafar í Bangla­dess um staf­rænt öryggi fyrir umrædda face­book-færslu. Honum var haldið föngnum án rétt­ar­halda við ómann­úð­legar aðstæður í áttatíu daga. Shahnewaz var leystur úr varð­haldi gegn trygg­ingu þann 16. ágúst 2021 en verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér margra ára fanga­vist.

Krefstu þess að stjórn­völd í Bangla­dess felli niður ákærur.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Frakkland

Lögregla drepur áttræða konu með táragassprengju

Hin áttaíu ára gamla Zineb dó vegna gáleysis lögreglu við beitingu táragassprengju á mótmælum. Hún ætlaði að loka glugga á heimili sínu þegar táragassprengja hæfði hana í andlitið. Tæpum fjórum árum síðar hefur enn enginn verið ákærður.

Rússland

Í haldi fyrir að mótmæla innrás Rússlands í Úkraínu

Aleksandra setti upplýsingar á verðmiða í stórmarkaði um innrás Rússlands í Úkraínu. Hún situr nú í fangelsi í Rússlandi þar sem aðstæður eru hræðilegar og á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi verði hún fundin sek.

Kamerún

Fangelsuð fyrir sín fyrstu mótmæli

Dorgelesse, einstæð móðir og hárgreiðslukona, var handtekin þegar hún tók þátt í friðsamlegum mótmælum þar sem hún krafðist betri framtíðar. Hún hefur verið í haldi frá september 2020. Hún hlaut fimm ára fangelsisdóm í herrétti.

Paragvæ

Mótmæla mismunun trans fólks

Yren og Mariana þurfa að berjast gegn mismunun sem trans konur. Þær geta ekki fengið skilríki í samræmi við kynvitund sína. Yren og Mariana krefjast þess að fá lagalega viðurkenningu á því hverjar þær eru.

Marokkó

20 ára fangelsisvist fyrir að krefjast breytinga

Mannréttindafrömuðurinn Nasser Zefzafi afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir friðsamleg mótmæli. Hann hefur sætt pyndingum og illri meðferð og heilsu hans hefur hrakað við hræðilegar aðstæður í fangelsinu.

Kúba

Listamaður í fangelsi fyrir að verja tjáningarfrelsið

Listamaðurinn Luis Manuel birti myndband á netinu í júli 2021 þar sem hann sagðist ætla að taka þátt í mótmælum í Havana. Hann var handtekinn áður en mótmælin fóru fram og dæmdur í fimm ára fangavist.

Íran

Pyndaður og ranglega fangelsaður fyrir að mótmæla

Vahid og tveir bræður hans voru handteknir árið 2018 fyrir þátttöku í friðsamlegum mótmælum gegn ójafnrétti og pólitískri kúgun. Vahid hefur sætt pyndingum og verið í einangrun frá september 2020.