Mótmælti á Facebook

Umhverfisverndarsinni á yfir höfði sér fangelsisdóm

Shahnewaz Chowd­hury er mikill áhuga­maður um krikket og hefur æft það frá unga aldri. Hann hefur einnig unun af skrifum og hefur notað hið ritaða mál til að tjá sig um þá baráttu sem íbúar heyja á svæðinu Bans­hk­hali í Suðaustur-Bangla­dess en það liggur lágt yfir sjáv­ar­máli sem gerir það viðkvæmt fyrir áhrifum lofts­lags­breyt­inga.

Hann var aðeins sex ára þegar hann varð vitni að því þegar fjöldi fólks missti ástvini sína og heimili í fellibyl og flóð­bylgju þann 29. apríl 1991. „Ég missti marga leik­fé­laga sem ég lék mér við daginn áður en felli­byl­urinn fór yfir. Ég verð ennþá lamaður af sorg þegar ég hugsa um þessa daga,“ segir Shahnewaz.

Nýtt kola­knúið orkuver í þorpi Shahnewaz átti að skapa þátta­skil í fram­þróun svæð­isins. Shahnewaz hafði hins vegar áhyggjur af þeim skað­legu umhverf­isáhrifum sem orku­verið kynni að hafa.

Þann 26. maí 2021 geisaði stormur á svæðinu. Sterkir vindar og mikið vatns­veður buldi á þorpinu. Heimili eyði­lögðust. Shahnewaz óttaðist þau eyði­leggj­andi umverf­isáhrif sem orkuver af þessu tagi hefðu á umhverfið og taldi að þau ættu þátt í hækkun sjáv­ar­borðs. Hann ákvað að tjá áhyggjur sínar á Face­book.

Shahnewaz hvatti ungt fólk til að láta í sér heyra og skrifaði: „Ungt fólk í Bans­hk­hali verður að berjast gegn órétt­læti og styðja fram­þróun með ótta­lausum skrifum.“

Næsta dag hóf fyrir­tækið málsókn gegn Shahnewaz og sakaði hann um að birta falskar upplýs­ingar. Hann var hand­tekinn af lögreglu þann 28. maí 2021 á grund­velli harð­neskju­legrar löggjafar í Bangla­dess um staf­rænt öryggi fyrir umrædda face­book-færslu. Honum var haldið föngnum án rétt­ar­halda við ómann­úð­legar aðstæður í áttatíu daga. Shahnewaz var leystur úr varð­haldi gegn trygg­ingu þann 16. ágúst 2021 en verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér margra ára fanga­vist.

Krefstu þess að stjórn­völd í Bangla­dess felli niður ákærur.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Angóla

TikTok-stjarna fangelsuð fyrir að gagnrýna forsetann

Ana da Silva Miguel, þekkt undir nafninu Neth Nahara, er söngkona og áhrifavaldur á samfélagsmiðlum. Í ágúst 2023 gagnrýndi hún forseta landsins, João Lourenço, á TikTok. Næsta dag var Neth handtekin. Í kjölfarið var réttað yfir henni, hún sakfelld og dæmd í sex mánaða fangelsi en dómurinn var síðar lengdur í tvö ár. Yfirvöld í Angóla beita umdeildum lögum sem gera það refsivert að gagnrýna forsetann í þeim tilgangi að þagga niður í gagnrýnisröddum.

Víetnam

Í fangelsi fyrir að vernda umhverfið og mannréttindi

Umhverfismálalögfræðingurinn Dang Dinh Bach hefur helgað líf sitt verndun fólksins í Víetnam gegn áhrifum mengunar og loftslagsbreytinga. Bach var handtekinn 24. júní 2021 og færður í fangelsi fyrir meint skattsvik, aðferð sem víetnömsk yfirvöld beita til að þagga niður í umhverfisaðgerðasinnum. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir glæp sem hann framdi ekki.