Fangelsaður 16 ára

Unglingur barinn, gefið raflost og fangelsaður

Allt þar til nýverið var Mikita Zalat­arou eins og hver annar dæmi­gerður unglingur fyrir utan að þjást af floga­veiki. Hann naut þess að spila tölvu­leikinn Minecraft og hlusta á tónlist. Í dag er líf þessa 17 ára pilts hins vegar orðið að hreinni martröð.

Þetta hófst allt hinn 10. ágúst 2020 þegar Mikita var að bíða eftir vini sínum á aðal­torginu í borg­inni Homel, í suðaust­ur­hluta Hvíta-Rúss­lands. Þar nærri hafði fólk safnast saman til að mótmæla, að mestu frið­sam­lega, niður­stöðum forseta­kosn­ing­anna þegar lögreglan réðst til atlögu. Samkvæmt frásögn föður Mikita tóku mótmæl­endur á rás og einhver úr þeirra hópi hvatti Mikita til að gera slíkt hið sama, sem hann gerði.

Næsta dag birtust lögreglu­menn í dyra­gætt­inni heima hjá Mikita. Þeir hand­tóku hann og börðu og ásökuðu hann um að hafa kastað bens­ín­sprengju í áttina að tveimur lögreglu­mönnum kvöldið áður. Á meðan hann var í gæslu­varð­haldi héldu lögreglu­menn honum niðri og börðu með rafkylfu. Mikita var yfir­heyrður án þess að lögmaður væri viðstaddur eða annar full­orðinn einstak­lingur og sat á bak við lás og slá í sex mánuði áður en hann kom fyrir rétt.

Mikita var sakfellur fyrir óspektir á almanna­færi og notkun á ólög­legum sprengi­efnum, þrátt fyrir að sönn­un­ar­gögn á mynd­bandi sýndu að hann hefði ekki tekið þátt í ofbeldi. Fjöl­miðlaum­fjöllun um mótmælin skýrði heldur ekki frá borg­ar­aróstum. Engu að síður var Mikita dæmdur til fimm ára refsi­vistar á fanga­ný­lendu fyrir börn.

Krefðu stjórn­völd í Hvíta-Rússlandi um að leysa Mikita úr haldi og veita honum sann­gjörn rétt­ar­höld.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Kína

Fangelsuð vegna fréttaumfjöllunar um kórónuveiruna

Zhang Zhan skýrði frá útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan-borg. Hún greindi frá því á samfélagsmiðlum að yfirvöld hefðu tekið til fanga óháða blaðamenn og áreitt fjölskyldur smitaðra einstaklinga. Hún var síðar tekin til fanga og dæmd í fjögurra ára fangelsi.

Palestína

Hótað lífláti fyrir að afhjúpa ofbeldi ísraelska hersins

Janna Jihad er 15 ára gömul og býr á Vesturbakkanum, sem er hernuminn af Ísrael. Hún var aðeins sjö ára þegar hún hóf að taka upp á símann sinn mannréttindabrot ísraelska hersins. Janna hefur verið áreitt og henni hótað lífláti.

Nígería

Læstur í neðanjarðarklefa fyrir mótmæli

Imoleayo Michael studdi mótmæli á samfélagsmiðlum gegn sérsveitinni SARS sem er alræmd fyrir ofbeldi. Í kjölfarið var hann læstur í neðanjarðarklefa í 41 dag. Hann stendur frammi fyrir fölskum ákærum og margra ára fangelsisvist.

Úkraína

Ráðist á baráttufólk fyrir réttindum kvenna og hinsegin fólks

Frjálsu félagasamtökin Sphere hafa barist fyrir réttindum kvenna og hinsegin fólks frá árinu 2006. Á undanförnum árum hafa ofbeldisfullir andstöðuhópar gegn hinsegin fólki skipulagt tugi árása á starfs- og stuðningsfólk Sphere en enginn sætir ábyrgð.

Erítrea

Sætti þvinguðu mannshvarfi 15 ára

Ciham Ali var aðeins 15 ára þegar stjórnvöld námu hana á brott í hefndaraðgerð gegn föður hennar. Níu ár eru nú liðin frá því að hún sætti þvinguðu mannshvarfi. Enginn veit hvar hún er í haldi.

Mexíkó

Skotin á mótmælum gegn ofbeldi á konum

Wendy Galarza berst fyrir réttlátara samfélagi fyrir konur í heimalandi sínu. Þær sæta oft árásum, eru niðurlægðar og myrtar. Hún týndi næstum lífi sínu við að fordæma ofbeldið.

Taíland

Stendur frammi fyrir lífstíðardómi vegna friðsamlegra mótmæla

Panusaya, kölluð Rung, kallar eftir jafnrétti og tjáningarfrelsi. Í mars 2021 var hún fangelsuð í 60 daga á grundvelli laga sem banna gagnrýni á konungsríkið. Nú stendur hún frammi fyrir fjölda ákæra og á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.

Hvíta-Rússland

Unglingur barinn, gefið raflost og fangelsaður

Mikita Zalatarou, sem er flogaveikur, var 16 ára þegar hann var handtekinn og ásakaður um að kasta bensínsprengju í átt að óeirðalögreglu. Hann var í kjölfarið fangelsaður, pyndaður og dæmdur í fimm ára fangelsi.