Fangelsaður 16 ára

Unglingur barinn, gefið raflost og fangelsaður

Allt þar til nýverið var Mikita Zalat­arou eins og hver annar dæmi­gerður unglingur fyrir utan að þjást af floga­veiki. Hann naut þess að spila tölvu­leikinn Minecraft og hlusta á tónlist. Í dag er líf þessa 17 ára pilts hins vegar orðið að hreinni martröð.

Þetta hófst allt hinn 10. ágúst 2020 þegar Mikita var að bíða eftir vini sínum á aðal­torginu í borg­inni Homel, í suðaust­ur­hluta Hvíta-Rúss­lands. Þar nærri hafði fólk safnast saman til að mótmæla, að mestu frið­sam­lega, niður­stöðum forseta­kosn­ing­anna þegar lögreglan réðst til atlögu. Samkvæmt frásögn föður Mikita tóku mótmæl­endur á rás og einhver úr þeirra hópi hvatti Mikita til að gera slíkt hið sama, sem hann gerði.

Næsta dag birtust lögreglu­menn í dyra­gætt­inni heima hjá Mikita. Þeir hand­tóku hann og börðu og ásökuðu hann um að hafa kastað bens­ín­sprengju í áttina að tveimur lögreglu­mönnum kvöldið áður. Á meðan hann var í gæslu­varð­haldi héldu lögreglu­menn honum niðri og börðu með rafkylfu. Mikita var yfir­heyrður án þess að lögmaður væri viðstaddur eða annar full­orðinn einstak­lingur og sat á bak við lás og slá í sex mánuði áður en hann kom fyrir rétt.

Mikita var sakfellur fyrir óspektir á almanna­færi og notkun á ólög­legum sprengi­efnum, þrátt fyrir að sönn­un­ar­gögn á mynd­bandi sýndu að hann hefði ekki tekið þátt í ofbeldi. Fjöl­miðlaum­fjöllun um mótmælin skýrði heldur ekki frá borg­ar­aróstum. Engu að síður var Mikita dæmdur til fimm ára refsi­vistar á fanga­ný­lendu fyrir börn.

Krefðu stjórn­völd í Hvíta-Rússlandi um að leysa Mikita úr haldi og veita honum sann­gjörn rétt­ar­höld.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Pólland

Sótt til saka fyrir að verja réttinn til þungunarrofs

Kvenréttindafrömuðurinn Justyna Wydrzyńska fann sig knúna til að aðstoða konu í ofbeldissambandi við þungunarrof. Slík aðstoð er refsiverð samkvæmt lögum í Póllandi. Justyna var sakfelld fyrir að aðstoða við þungunarrof. Dómurinn setur hættulegt fordæmi.

Bandaríkin

Á dauðadeild í þrjá áratugi þrátt fyrir gallaða málsmeðferð

Rocky Myers, svartur karlmaður með þroskahömlun, hefur setið í þrjá áratugi á dauðadeild í Alabama fyrir morð. Réttargæslan sem honum var úthlutað var ófullnægjandi og Rocky var sakfelldur í kjölfar vitnisburða sem litaðir voru af mótsögnum og meintum þrýstingi lögreglu.

Ástralía

„Við missum allt ef við missum eyjarnar okkar“

Pabai frændi og Paul frændi eru leiðtogar frumbyggjasamfélags í nyrsta hluta Ástralíu, á eyjunum í Torres-sundi. Nú eru heimkynni þeirra í hættu vegna loftslagsbreytinga. Verði ekki gripið til aðgerða strax neyðjast eyjabúar í Torres-sundi að flýja heimaslóðir sínar.

Túnis

Á yfir höfði sér fangelsi fyrir að láta í sér heyra

Á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því að forseti landsins, Kais Saied, tók öll völd í Túnis hafa mannréttindi verið fótum troðin, ráðist hefur verið gegn tjáningarfrelsinu og sjálfstæði dómstóla skert. Chaima Issa gagnrýndi aðgerðir forsetans og var sett í varðhald í kjölfarið. Hún á yfir höfði sér áratugalangt fangelsi.

Sameinuðu arabísku furstadæmin

Dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir að tjá sig

Ahmed Mansoor vakti reglulega máls á varðhaldi, pyndingum og óréttlátum réttarhöldum yfir einstaklingum sem gagnrýndu stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Nú er hann einn af gagnrýnendum stjórnvalda sem sitja í fangelsi.

Brasilía

Barátta móður fyrir réttlæti

Pedro Henrique var aðgerðasinni og talsmaður kynþáttaréttlætis og mannréttinda. Pedro var 31 árs þegar hann var skotinn til bana af hettuklæddum mönnum í desember 2018. Lögreglumennirnir sem grunaðir eru um morðið eru enn starfandi og réttarhöld eru ekki enn hafin. Ana Maria, móðir hans, berst fyrir réttlæti.

Suður-Afríka

Hótað fyrir að verja samfélag sitt

Thapelo Mohapi leiðir grasrótarhreyfinguna AbM sem vinnur að efnahagslegum umbótum í lífi fólks í Suður-Afríku og hefur talað gegn spillingu á svæðinu. Frá árinu 2021 hefur hann neyðst til að vera í felum vegna líflátshótana. Árið 2022 voru þrír meðlimir hreyfingarinnar myrtir.

Kirgistan

Í stofufangelsi fyrir mótmæli

Rita Karasartova er baráttukona fyrir mannréttindum í Kirgistan. Hún var mótfallin samkomulagi um landamæri sem veitir Úsbekistan stjórn yfir ferskvatnssvæðum. Núna er hún í stofufangelsi og sætir ströngu útgöngubanni. Hún á yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist.

Mjanmar

Kallað eftir skaðabótum frá Facebook

Maung Sawyeddollah var15 ára þegar hann flúði þjóðernishreinsanir á Róhingjum. Hatursorðræða þar sem hvatt var með beinum hætti til ofbeldis gegn Róhingjum fékk víðtæka dreifingu á Facebook. Hann krefur nú samfélagsmiðilinn um skaðabætur.

Esvatíní

Myrtur fyrir að tala máli sannleikans

Thulani Maseko helgaði líf sitt fólkinu í Esvatíní, konungsríki þar sem konungsfjölskyldan er einráð og auðug en 60% íbúa lifa undir fátæktarmörkum. Hann gagnrýndi opinberlega kúgandi lög í landinu og ríkisofbeldi. Hann var skotinn til bana fyrir framan konu sína þann 21. janúar 2023.