Fangelsaður 16 ára

Unglingur barinn, gefið raflost og fangelsaður

Allt þar til nýverið var Mikita Zalat­arou eins og hver annar dæmi­gerður unglingur fyrir utan að þjást af floga­veiki. Hann naut þess að spila tölvu­leikinn Minecraft og hlusta á tónlist. Í dag er líf þessa 17 ára pilts hins vegar orðið að hreinni martröð.

Þetta hófst allt hinn 10. ágúst 2020 þegar Mikita var að bíða eftir vini sínum á aðal­torginu í borg­inni Homel, í suðaust­ur­hluta Hvíta-Rúss­lands. Þar nærri hafði fólk safnast saman til að mótmæla, að mestu frið­sam­lega, niður­stöðum forseta­kosn­ing­anna þegar lögreglan réðst til atlögu. Samkvæmt frásögn föður Mikita tóku mótmæl­endur á rás og einhver úr þeirra hópi hvatti Mikita til að gera slíkt hið sama, sem hann gerði.

Næsta dag birtust lögreglu­menn í dyra­gætt­inni heima hjá Mikita. Þeir hand­tóku hann og börðu og ásökuðu hann um að hafa kastað bens­ín­sprengju í áttina að tveimur lögreglu­mönnum kvöldið áður. Á meðan hann var í gæslu­varð­haldi héldu lögreglu­menn honum niðri og börðu með rafkylfu. Mikita var yfir­heyrður án þess að lögmaður væri viðstaddur eða annar full­orðinn einstak­lingur og sat á bak við lás og slá í sex mánuði áður en hann kom fyrir rétt.

Mikita var sakfellur fyrir óspektir á almanna­færi og notkun á ólög­legum sprengi­efnum, þrátt fyrir að sönn­un­ar­gögn á mynd­bandi sýndu að hann hefði ekki tekið þátt í ofbeldi. Fjöl­miðlaum­fjöllun um mótmælin skýrði heldur ekki frá borg­ar­aróstum. Engu að síður var Mikita dæmdur til fimm ára refsi­vistar á fanga­ný­lendu fyrir börn.

Krefðu stjórn­völd í Hvíta-Rússlandi um að leysa Mikita úr haldi og veita honum sann­gjörn rétt­ar­höld.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi