Alþjóðlegt

Þrýstum á að settar verði alþjóðlegar reglur um viðskipti með löggæsluvopn

Samfé­lags­legar umbætur eru mögu­legar þegar fólk kemur saman og krefst breyt­inga. Fólk á ekki að hljóta skaða af, meiðast eða jafnvel láta lífið vegna misbeit­ingar lögreglu á skaða­minni vopnum við frið­samleg mótmæli. Skrifaðu undir ákall um að íslensk yfir­völd styðji gerð alþjóð­legs samn­ings þar sem settar eru reglur um viðskipti með vopn í löggæslu til að koma í veg fyrir misbeit­ingu þeirra.

Víðs vegar um heiminn mæta frið­samir mótmæl­endur kúgun lögreglu og hersveita í þeim tilgangi að þagga niður í gagn­rýn­is­röddum. Þó að skaða­minni vopn á borð við táragas, gúmmí­kúlur, piparúða, og lögreglukylfur séu talin öruggari valkostur en skot­vopn, er alltof algengt að þeim sé beitt til að ógna, áreita, refsa, og sundra mótmæl­endum. Slíkar aðgerðir grafa undan rétti þeirra til að mótmæla frið­sam­lega.

Sögur þolenda eru fjöl­margar. Leidy Cadena, 24 ára gömul, missti sjón á hægra auga á mótmælum þegar full­trúi úr sérsveit kólumb­ískrar óeirð­ar­lög­reglu miðaði gúmmí­skoti beint að henni og skaut. Sama henti Payu Boon­sophon, 28 ára, í Tælandi. Í Frakklandi lést hin áttræða Zineb Redouane í kjölfar áverka af tára­gassprengju sem lögregla skaut á mótmælum og hæfði hana í höfuðið. Mál þessara þriggja einstak­linga eru eru ekki eins­dæmi og fleiri munu hljóta skaða á meðan skil­virkt og mann­rétt­inda­miðað eftirlit með löggæslu­vopnum er ekki til staðar.

Það er mikil­vægt að ríki heims samþykki ályktun Sameinuðu þjóðana um gerð alþjóð­legs samn­ings sem kemur böndum á viðskipti með vopn í löggæslu.

Samein­umst um að vernda mótmæl­endur og rétt þeirra til að mótmæla frið­sam­lega. Án breyt­inga fjölgar þeim einstak­lingum sem hljóta alvar­lega áverka eða láta lífið vegna misbeit­ingar lögreglu á skaða­minni vopnum.

Skrifaðu undir ákallið og krefstu þess að íslensk stjórn­völd styðji við gerð alþjóð­legs samn­ings þar sem settar eru reglur um viðskipti með vopn í löggæslu.

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.