Alþjóðlegt
Samfélagslegar umbætur eru mögulegar þegar fólk kemur saman og krefst breytinga. Fólk á ekki að hljóta skaða af, meiðast eða jafnvel láta lífið vegna misbeitingar lögreglu á skaðaminni vopnum við friðsamleg mótmæli. Skrifaðu undir ákall um að íslensk yfirvöld styðji gerð alþjóðlegs samnings þar sem settar eru reglur um viðskipti með vopn í löggæslu til að koma í veg fyrir misbeitingu þeirra.
Víðs vegar um heiminn mæta friðsamir mótmælendur kúgun lögreglu og hersveita í þeim tilgangi að þagga niður í gagnrýnisröddum. Þó að skaðaminni vopn á borð við táragas, gúmmíkúlur, piparúða, og lögreglukylfur séu talin öruggari valkostur en skotvopn, er alltof algengt að þeim sé beitt til að ógna, áreita, refsa, og sundra mótmælendum. Slíkar aðgerðir grafa undan rétti þeirra til að mótmæla friðsamlega.
Sögur þolenda eru fjölmargar. Leidy Cadena, 24 ára gömul, missti sjón á hægra auga á mótmælum þegar fulltrúi úr sérsveit kólumbískrar óeirðarlögreglu miðaði gúmmískoti beint að henni og skaut. Sama henti Payu Boonsophon, 28 ára, í Tælandi. Í Frakklandi lést hin áttræða Zineb Redouane í kjölfar áverka af táragassprengju sem lögregla skaut á mótmælum og hæfði hana í höfuðið. Mál þessara þriggja einstaklinga eru eru ekki einsdæmi og fleiri munu hljóta skaða á meðan skilvirkt og mannréttindamiðað eftirlit með löggæsluvopnum er ekki til staðar.
Það er mikilvægt að ríki heims samþykki ályktun Sameinuðu þjóðana um gerð alþjóðlegs samnings sem kemur böndum á viðskipti með vopn í löggæslu.
Sameinumst um að vernda mótmælendur og rétt þeirra til að mótmæla friðsamlega. Án breytinga fjölgar þeim einstaklingum sem hljóta alvarlega áverka eða láta lífið vegna misbeitingar lögreglu á skaðaminni vopnum.
Skrifaðu undir ákallið og krefstu þess að íslensk stjórnvöld styðji við gerð alþjóðlegs samnings þar sem settar eru reglur um viðskipti með vopn í löggæslu.
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía
Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.

Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum

Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.

Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu