Fatma al-Arwali er fyrrum yfirmaður jemenskrar skrifstofu arabíska bandalagsins fyrir kvenleiðtoga. Hún er aðeins 34 ára og hefur verið ötul baráttukona fyrir réttindum kvenna en á nú á hættu að vera tekin af lífi. Hún var ákærð fyrir að „aðstoða óvinveitt ríki“ og fór mál hennar fyrir sérstakan rannsóknardómstóli Húta í Sana, höfuðborg Jemen. Hún var dæmd til dauða þann 5. desember 2023 í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda.
Frá því hún var handtekin, í ágúst 2022, hefur öryggis- og leyniþjónusta Húta brotið endurtekið á mannréttindum Fatma al-Arwali. Hún hefur meðal annars sætt þvinguðu mannshvarfi (í leynilegu haldi yfirvalda) og setið í einangrunarvist í aðstæðum sem brjóta á banni við pyndingum og illri meðferð.
Frá árinu 2015 hefur Amnesty International skráð yfir 60 mál einstaklinga sem hafa verið færðir fyrir sérstaka rannsóknardómstólinn í Sana. Í þeim hópi eru fjölmiðlafólk, mannréttindafrömuðir, stjórnmálaandstæðingar og meðlimir trúarlegra minnihlutahópa sem hafa verið ranglega ákærð fyrir uppspunnar sakir og sætt ósanngjörnum réttarhöldum.
Nær öll hafa verið ákærð fyrir njósnir, sem eru refsiverðar með dauðarefsingu samkvæmt jemenskum lögum.
Skrifaðu undir og þrýstu á yfirvöld Húta að ógilda dauðadóm Fatma al-Arwali og tryggja að hún hljóti sanngjarna málsmeðferð í nýjum réttarhöldum án dauðarefsingar eða að öðrum valkosti verði hún látin laus.