Íran

16 ára fangelsisdómur fyrir að mótmæla löggjöf um höfuðslæðu

Hvítum blómum dreift af hlýhug, höfuðslæða fjar­lægð gæti­lega: einföld athöfn sem Yasaman Aryani vogaði sér að standa fyrir í almenn­ings­lest í Íran. Þetta var á alþjóð­legum baráttu­degi kvenna 2019 og Yasaman, leik­kona sem elskar fjallaklifur, storkaði þarna lögum um höfuðslæður í Íran með ögrandi gjörn­ingi.

Góð frétt: Fang­els­is­dómur Yasaman og móður hennar hefur verið styttur úr 16 árum í 9 ár og 7 mánuði. Barátt­unni er þó ekki lokið.

Yasaman og móðir hennar gengu hiklaust með hárið óhulið um lest­ar­vagn einungis ætlaðan konum og dreifðu hvítum blómum meðal farþega. Yasaman talaði um fram­tíð­ar­vonir sínar þegar allar konur hefðu frelsi til að velja hverju þær klæðast og þær gætu allar gengið saman „ég án höfuðslæðu og þú með höfuðslæðu“. Þessi viðburður náðist á mynd­band og fór á flug á inter­netinu í mars 2019.

Þann 10. apríl 2019 var Yasaman hand­tekin og henni haldið í einangrun svo dögum skipti á meðan hún var yfir­heyrð. Henni var sagt að „játa“ að erlend öfl stæðu að baki aðgerðum hennar og að „iðrast“ gjörða sinna, annars yrðu vinir hennar og fjöl­skylda einnig hand­tekin. Þann 30. júlí 2019 fékk hún að vita að hún hefði verið dæmd í 16 ára fang­elsi. Hún þarf að afplána að minnsta kosti tíu ár.

Hin grimmi­lega refsing Yasaman er þáttur í víðtækri aðför gegn konum sem berjast gegn lögum um höfuðslæðu í Íran. Frá árinu 2018 hafa tugir kvenna, þar á meðal móðir Yasaman, Monireh Arab­s­hahi, verið hand­tekinn. Það má ekki viðgangast að írönsk stjórn­völd ræni Yasaman bestu árum lífs hennar vegna þess eins að hún telur að konur eigi að hafa frelsi til að velja hverju þær klæðast.

Skrifaðu undir bréfið og krefðu stjórn­völd í Íran um að leysa Yasaman án tafar úr haldi.

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Fólk fangelsað fyrir að mótmæla stríðinu í Úkraínu

Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum. Rússland verður að afnema þessi ósanngjörnu lög án tafar og leysa úr haldi öll þau sem eru fangelsuð fyrir að tjá skoðanir sínar gegn stríðinu. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla friðsamlega stríðinu gegn Úkraínu.

Kólumbía

Verndum mannréttindafrömuði í Kólumbíu

Dag hvern hætta mannréttindafrömuðir lífi sínu í þágu mannréttinda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumbískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi. Að berjast fyrir mannréttindum í Kólumbíu er afar hættulegt og mannréttindafrömuður er myrtur um það bil annan hvern dag. Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórnvöld tryggi umfangsmiklar öryggisaðgerðir og verndi alla mannréttindafrömuði.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.