Ekvador

Heimatilbúin sprengja fyrir utan heimili ungs umhverfissinna

Leonela Moncayo er umhverf­issinni frá Amazon-skóg­inum í Ekvador og ein af níu stúlkum sem fóru í mál við stjórn­völd þar í landi og kröfðust lögbanns á gasbruna í nágrenni við heimili þeirra á þeim grund­velli að brotið sé á mann­rétt­indum þeirra. Héraðs­dóm­stóll úrskurðaði stúlk­unum í hag en þrátt fyrir það eru enn gasbrunar á svæðinu. Amnesty Internati­onal á Amer­íku­svæðinu styður baráttu stúlkn­anna og Íslands­deildin safnaði fram­lögum með herferð í sept­ember síðast­liðinn.

Nú er talið að öryggi stúlkn­anna og fjöl­skyldna þeirra sé í hættu en þann 26. febrúar varð sprenging fyrir utan heimili Leonela af völdum heima­til­bú­innar sprengju. Þetta gerðist fimm dögum eftir að Leonela og hinar stúlk­urnar voru fordæmdar af orku­mála­ráð­herr­anum á þjóð­þingi Ekvadors vegna aðgerða þeirra gegn gasbrunum.

Amnesty Internati­onal hefur fengið þær upplýs­ingar að atvikið sé í rann­sókn en  yfir­völd hafa ekki enn rann­sakað það sem gerðist með full­nægj­andi hætti.

Yfir­völd buðu stúlk­unum og fjöl­skyldum þeirra vernd á meðan rann­sókn stendur yfir en settu þau skil­yrði að á meðan mættu stúlk­urnar ekki sinna aðgerð­a­starfi sínu eða tjá sig um gasbrunana. Þetta brýtur gegn alþjóð­legum mann­rétt­inda­skuld­bind­ingum Ekvadors.

Skrifaðu undir og krefstu þess að stjórn­völd í Ekvador rann­saki það sem gerðist með full­nægj­andi hætti og verndi Leonela, hinar stúlk­urnar átta og fjöl­skyldur þeirra án skil­yrða um að þær þurfi að hætta aðgerð­a­starfi sínu á meðan.

Styrktu verk­efnið hér.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Íran

Hætta er á fleiri aftökum í tengslum við mótmæli

Að minnsta kosti tíu einstaklingar í Íran eiga yfir höfði sér aftöku í kjölfar dauðadóma í tengslum við mótmæli sem kennd voru við slagorðið „Kona, líf, frelsi“. Skrifaðu undir ákall um að írönsk stjórn­völd ógildi dauðadóma yfir friðsama mótmælendur og leysi úr haldi þá mótmæl­endur sem eru í haldi fyrir það eitt að tjá sig með frið­sam­legum hætti.

Bandaríkin

Hætta steðjar að umsækjendum um alþjóðlega vernd í Bandaríkjunum

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að hrinda í framkvæmd áform um brottvísanir sem beinast að milljónum innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Bandarískum stjórnvöldum ber skylda samkvæmt alþjóðalögum að tryggja að lög þeirra, stefnur og verklag leiði ekki til aukinnar hættu á að brotið sé á mannréttindum innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Skrifaðu undir ákall um að Trump forseti virði mannréttindi innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlega vernd og hætti við þau áform um vísa fjölda fólks úr landi.

Ekvador

Binda þarf enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum

Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.