Hong Kong

64 einstaklingar ákærðir á grundvelli óljósra þjóðaröryggislaga

Þjóðarör­ygg­islög tóku gildi þann 30. júní 2020 í Hong Kong. Skil­grein­ingin á „þjóðarör­yggi“ er óljós í lögunum og þeim hefur verið beitt að geðþótta til að skerða tján­ingar-og funda­frelsið og bæla niður alla stjórn­ar­and­stöðu. Nú þegar hafa 118 einstak­lingar verið hand­teknir á grund­velli laganna, þar af þrír undir 18 ára aldri og 64 hafa verið ákærðir. Sumir standa frammi fyrir lífs­tíð­ar­fang­elsi.

Margir af þessum 64 einstak­lingum hafa verið ákærðir fyrir það eitt að kalla slagorð á mótmælum, fyrir ummæli á netinu eða fjöl­miðlum eða fyrir frið­sam­lega póli­tíska baráttu. Meðal sönn­un­ar­gagna í máli yfir­valda gegn þeim hafa verið viðtöl við erlenda fjöl­miðla og bréfa­skrif við erlenda ríkis­er­ind­reka til að sanna að sakborn­ingar „ógni að öllum líkindum þjóðarör­yggi“.

Jimmy Sham Tsz-kit, Gwyneth Ho Kwai-lam og Leung Kwok-hung voru hand­tekin í byrjun janúar 2021 ásamt 52 öðrum einstak­lingum. Af þeim voru 47 sem voru ákærðir í febrúar og aðeins 12 hafa fengið lausn gegn trygg­ingu með ströngum skil­yrðum.

Jimmy sham Tsz-kit hefur lengi barist fyrir póli­tískum málefnum og rétt­inda­málum hinsegin fólks. Hann var í forsvari fyrir Civil Human Rights Front, sem skipu­lagði þrjú stór mótmæli sumarið 2019 með 1-2 millj­ónum þátt­tak­enda.

Gwyneth Ho Kwai-lam er aðgerðasinni og fyrrum fjöl­miðla­kona sem hefur starfað hjá óháðum frétta­net­miðli og BBC.

Leung Kwok-hung, einnig þekktur sem „Long Hair“ hefur lengi barist fyrir vinnu­rétt­indum og er fyrrum formaður stjórn­mála­flokksins, League of Social Democrats.

Í byrjun júlí hafa þremenn­ing­arnir verið í varð­haldi í fjóra mánuði án þess að fá lausn gegn trygg­ingu.

Skrifaðu undir og krefstu þess að stjórn­völd í Hong Kong leysi þremenn­ingana úr haldi og alla aðra einstak­linga sem hafa verið hand­teknir fyrir að nýta frið­sam­lega rétt sinn til tján­ingar, hætti að ákæra fólk fyrir það eitt að nýta rétt­indi sín og endur­skoði alla löggjöf sem er ekki í samræmi við alþjóðleg mann­rétt­indalög.

Nánar um þjóðarör­ygg­is­lögin hér.

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Færeyjar

Réttur til þungunarrofs ekki virtur

Alþjóðadagur öruggs þungunarrofs er ár hvert 28. september. Á þeim degi er sjálfræði yfir eigin líkama fagnað og vakin athygli á því að réttur til þungunarrofs er víða takmarkaður. Færeyjar eru eina þjóðin á Norðurlöndunum þar sem konur geta ekki tekið sjálfstæða ákvörðun um þungunarrof. Færeysk þungunarrofslög eru með þeim ströngustu í Evrópu. Við krefjumst þess að færeyskar stúlkur, konur og ólétt fólk fái að njóta réttarins til þungunarrofs.

Kína

Fjöldahandtökur í Xinjiang

Í Xinjiang, sem er kínverskt sjálfstjórnarhérað Úígúra, eru að minnsta kosti 120 einstaklingar úr múslímskum minnihlutahópum í fangelsi án réttlátrar málsmeðferðar eða í fangabúðum. Skrifaðu undir og krefstu þess að kínversk stjórnvöld leysi þennan hóp fólks í Xinjiang-héraði úr haldi.

Sri Lanka

Stöðvum aðför að friðsömum mótmælendum í Srí Lanka

Á meðan efnahagskreppa og erfiðleikar dynja yfir Srí Lanka hafa yfirvöld þar í landi beitt harkalegum aðgerðum gegn mótmælum og skrímslavætt mótmælendur. Ranil Wickremesinghe, forseti Sri Lanka, verður samstundis að hætta að kúga, ógna og refsa friðsömum mótmælendum.

Rússland

Mannréttindalögfræðingar sviptir málflutningsleyfi

Rússnesk yfirvöld afturkölluðu málflutningsleyfi Lilya Gemedzhi, Rustem Kyamilev og Nazim Sheikhmambetov í refsingarskyni vegna mannréttindastarfa lögfræðinganna í þágu aðgerðasinna af þjóðarbroti Tatara á Krímskaganum. Skrifaðu undir ákall um að svipting málflutningsleyfi þeirra verði afturkölluð.

Bandaríkin

Bandaríkin: Verndið réttinn til þungunarrofs

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur snúið við fordæmi dóms sem verndaði réttinn til þungunarrofs í landinu. Krefjumst þess að ríkisstjórar í öllum ríkjum Bandaríkjanna komi í veg fyrir þungunarrofsbann og verndi réttinn til þungunarrofs. 

Katar

Krefjumst þess að FIFA gefi Katar rauða spjaldið fyrir misbeitingu farandverkafólks

Fyrir tilstuðlan farandverkafólks getur draumur Katar um að halda heimsmeistaramótið í fótbolta orðið að veruleika. FIFA ber skylda til að bregðast við og nota áhrif sín til að hvetja Katar til að vernda farandverkafólk. Þrátt fyrir að einhver árangur hefur náðst er enn langt í land. Krefjumst þess að FIFA gefi Katar rauða spjaldið fyrir misbeitingu farandsverkafólks!

Rússland

Stöðvið árásina og verndið almenning í Úkraínu

Hörmungar og mannréttindaneyð dynur á Úkraínubúum. Nú þegar hafa fullorðnir og börn látið lífið og líf fleiri þúsunda eru í hættu. Krefstu þess að rússnesk yfirvöld stöðvi þessa árás og verndi almenna borgara núna strax!

Alþjóðlegt

Ríki hætti ólögmætri notkun á njósnabúnaði

Í löndum víðsvegar um heiminn reiða yfirvöld sig sífellt meira á stafrænt eftirlit í þeim tilgangi að áreita eða handtaka einstaklinga sem tjá sig til varnar mannréttindum eða afhjúpa viðkvæmar upplýsingar. Aukning er á stafrænum árásum gegn mannréttindasinnum, fjölmiðlafólki og almennum borgurum. Njósnum, hótunum og þöggun er beitt með því að brjótast inn í stafræn tæki einstaklinga. Þessari aðför verður að linna. Með undirskrift þinni þrýstir þú á stjórnvöldá heimsvísu að bregðast við kröfum um að vernda mannréttindasinna um heim allan.

Bandaríkin

Bandaríkin felli niður ákærur á hendur Julian Assange

Bandarísk yfirvöld verða að fella niður allar ákærur á hendur Julian Assange sem tengjast njósnum og birtingu gagna vegna starfa hans hjá Wikileaks. Miskunnarlausar tilraunir bandarískra stjórnvalda til að hafa hendur í hári Julian Assange vegna opinberunar gagna sem innihéldu meðal annars upplýsingar um mögulega stríðsglæpi bandaríska hersins eru alvarlegar árásir gegn réttinum til tjáningarfrelsis.