Ísland
English version availableÁætlað er að 1,7% einstaklinga á heimsvísu fæðist með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni. Breytileikinn er því jafn algengur og að vera með rautt hár. Þetta þýðir einfaldlega að líffræðileg og erfðafræðileg einkenni þessara einstaklinga falla ekki algerlega undir skilgreiningu á dæmigerðum kyneinkennum kvenna eða karla. Sumir þessara einstaklinga fæðast með kyneinkenni sem teljast ekki algjörlega karl- eða kvenkyns, eru sambland af karl- og kvenkyns einkennum, eða eru hvorki karl- né kvenkyns. Margt fólk með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni kýs að kalla sig intersex, aðrir vilja hins vegar ekki nota það hugtak.
Þrátt fyrir að Ísland sé rómað fyrir kynjajafnrétti, en samkvæmt Alþjóðaefnhagsráðinu mælist jöfnuður milli kynjanna hvergi meiri en hérlendis og trónir Ísland í efsta sæti níunda árið í röð, þá eru kynbundnar staðalímyndir og kynbundin mismunun enn við lýði. Afleiðingin er m.a. sú að einstaklingar með ódæmigerð kyneinkenni, sem ekki falla að stöðluðum hugmyndum um líffræðileg einkenni karl- eða kvenkyns líkama, sæta oft mismunun og tilraunum til að laga líkama þeirra að stöðluðum hugmyndum um kynin með skurðaðgerðum og/eða hormónameðferðum.
Í niðurstöðum rannsóknar Amnesty International kemur fram að þegar einstaklingar með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni og fjölskyldur þeirra leita eftir þjónustu í íslenska heilbrigðiskerfinu þá dregur skortur á skýru mannréttindamiðuðu verklagi og þverfaglegri nálgun, ásamt ónógum félagslegum stuðningi, úr möguleikum þeirra til að njóta líkamlegrar og andlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er.
Þrátt fyrir útskúfun og viðnám þeirra sem neita að viðurkenna tilvist einstaklinga sem falla ekki undir kynjatvíhyggjuna eru intersex aðgerðasinnar tilbúnir að berjast, ekki aðeins fyrir sig sjálfa heldur fyrir komandi kynslóðir. „Ég vil ekki að fólk þurfi að fara í felur eða skammast sín,“ segir Kitty, stofnandi og formaður samtakanna Intersex Ísland. „Ég vil sjá skilning og viðurkenningu á fjölbreytileikanum, að hann sé af hinu góða.“
Saman getum við látið þetta verða að veruleika!
Frumvarp til laga verður lagt fyrir Alþingi á næstunni en lögfesting þess kann að afnema úreltar kröfur um lagalega kynskráningu og tryggja kynrænt sjálfræði fyrir trans fólk. Núverandi frumvarp felur hins vegar ekki í sér ákvæði til verndar intersex börnum gegn skaðlegum og ónauðsynlegum líkamlegum inngripum þrátt fyrir fyrirheit stjórnvalda í stjórnarsáttmála, þar sem segir: „ríkisstjórnin vill koma Íslandi í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks með metnaðarfullri löggjöf um kynrænt sjálfræði í samræmi við nýútkomin tilmæli Evrópuráðsins vegna mannréttinda intersex-fólks. Í þeim lögum yrði kveðið á um að einstaklingar megi sjálfir ákveða kyn sitt, kynvitund þeirra njóti viðurkenningar, einstaklingar njóti líkamlegrar friðhelgi og jafnréttis fyrir lögum óháð kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu.“
Hvetjum íslenska þingmenn og forsætisráðherra til að standa með intersex fólki, bæði fullorðnum og börnum. Gríptu strax til aðgerða og skrifaðu undir ákallið í dag!
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Palestína
Ekkert hefur spurst til tveggja palestínskra systra frá 6. janúar síðastliðnum eftir að Palestínska öryggisveitin neyddi þær aftur í umsjá ofbeldisfulls föður síns. Systurnar Wissam al-Tawil, 24 ára, og Fatimah al-Tawil, 20 ára, hafa þurft að þola margs konar ofbeldi af hálfu föður síns, þar með talið barsmíðar, morðhótanir og „yfirheyrslur” þar sem þeim var hótað með skotvopni. Amnesty International óskar eftir sönnunum þess efnis að Wissam og Fatimah séu á lífi og óhultar og að yfirvöld á Gaza veiti þeim umsvifalaust vernd frá öllu kynbundnu ofbeldi.
Perú
Mikil mótmæli brutust út eftir að Pedro Castillo, þáverandi forseti Perú, reyndi að leysa upp þing landsins þann 7 . desember. Að minnsta kosti 40 einstaklingar hafa látið lífið í mótmælunum af völdum lögreglunnar og her landsins vegna óhóflegrar valdbeitingar. Þann 9. janúar síðastliðinn létu 18 einstaklingar lífið í mótmælum í borginni Juliaca í Perú.
Færeyjar
Alþjóðadagur öruggs þungunarrofs er ár hvert 28. september. Á þeim degi er sjálfræði yfir eigin líkama fagnað og vakin athygli á því að réttur til þungunarrofs er víða takmarkaður. Færeyjar eru eina þjóðin á Norðurlöndunum þar sem konur geta ekki tekið sjálfstæða ákvörðun um þungunarrof. Færeysk þungunarrofslög eru með þeim ströngustu í Evrópu. Við krefjumst þess að færeyskar stúlkur, konur og ólétt fólk fái að njóta réttarins til þungunarrofs.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Fyrir ungt fólk sem vill hafa áhrif minnum við á ungliðahreyfingu Amnesty International en hópar eru starfandi um land allt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu