Ísland

English version available

Ísland: Verndið mannréttindi intersex barna

Áætlað er að 1,7% einstak­linga á heimsvísu fæðist með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni. Breyti­leikinn er því jafn algengur og að vera með rautt hár. Þetta þýðir einfald­lega að líffræðileg og erfða­fræðileg einkenni þessara einstak­linga falla ekki alger­lega undir skil­grein­ingu á dæmi­gerðum kynein­kennum kvenna eða karla. Sumir þessara einstak­linga fæðast með kynein­kenni sem teljast ekki algjör­lega karl- eða kven­kyns, eru sambland af karl- og kven­kyns einkennum, eða eru hvorki karl- né kven­kyns. Margt fólk með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni kýs að kalla sig intersex, aðrir vilja hins vegar ekki nota það hugtak.

Þrátt fyrir að Ísland sé rómað fyrir kynja­jafn­rétti, en samkvæmt Alþjóða­efn­hags­ráðinu mælist jöfn­uður milli kynj­anna hvergi meiri en hérlendis og trónir Ísland í efsta sæti níunda árið í röð, þá eru kynbundnar stað­alí­myndir og kynbundin mismunun enn við lýði. Afleið­ingin er m.a. sú að einstak­lingar með ódæmi­gerð kynein­kenni, sem ekki falla að stöðl­uðum hugmyndum um líffræðileg einkenni karl- eða kven­kyns líkama, sæta oft mismunun og tilraunum til að laga líkama þeirra að stöðl­uðum hugmyndum um kynin með skurð­að­gerðum og/eða horm­óna­með­ferðum.

Í niður­stöðum rann­sóknar Amnesty Internati­onal kemur fram að þegar einstak­lingar með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni og fjöl­skyldur þeirra leita eftir þjón­ustu í íslenska heil­brigðis­kerfinu þá dregur skortur á skýru mann­rétt­inda­miðuðu verklagi og þverfag­legri nálgun, ásamt ónógum félags­legum stuðn­ingi, úr mögu­leikum þeirra til að njóta líkam­legrar og andlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er.

Þrátt fyrir útskúfun og viðnám þeirra sem neita að viður­kenna tilvist einstak­linga sem falla ekki undir kynjat­ví­hyggjuna eru intersex aðgerða­sinnar tilbúnir að berjast, ekki aðeins fyrir sig sjálfa heldur fyrir komandi kynslóðir. „Ég vil ekki að fólk þurfi að fara í felur eða skammast sín,“ segir Kitty, stofn­andi og formaður samtak­anna Intersex Ísland. „Ég vil sjá skilning og viður­kenn­ingu á fjöl­breyti­leik­anum, að hann sé af hinu góða.“

Saman getum við látið þetta verða að veru­leika!

Frum­varp til laga verður lagt fyrir Alþingi á næst­unni en lögfesting þess kann að afnema úreltar kröfur um laga­lega kynskrán­ingu og tryggja kynrænt sjálfræði fyrir trans fólk. Núver­andi frum­varp felur hins vegar ekki í sér ákvæði til verndar intersex börnum gegn skað­legum og ónauð­syn­legum líkam­legum inngripum þrátt fyrir fyrir­heit stjórn­valda í stjórn­arsátt­mála, þar sem segir: „ríkis­stjórnin vill koma Íslandi í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks með metn­að­ar­fullri löggjöf um kynrænt sjálfræði í samræmi við nýút­komin tilmæli Evrópu­ráðsins vegna mann­rétt­inda intersex-fólks. Í þeim lögum yrði kveðið á um að einstak­lingar megi sjálfir ákveða kyn sitt, kynvitund þeirra njóti viður­kenn­ingar, einstak­lingar njóti líkam­legrar frið­helgi og jafn­réttis fyrir lögum óháð kynhneigð, kynvitund, kynein­kennum og kyntján­ingu.“

Hvetjum íslenska þing­menn og forsæt­is­ráð­herra til að standa með intersex fólki, bæði full­orðnum og börnum. Gríptu strax til aðgerða og skrifaðu undir ákallið í dag!

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Síerra Leóne

Ólögmæt manndráp og pyndingar

Í ágúst árið 2022 sköpuðust óeirðir í nokkrum borgum Síerra Leóne, þar á meðal í höfuðborginni Freetown. Uppþotin orsökuðust af ýmsum þáttum, þeirra á meðal óánægju með stefnu stjórnvalda og efnahagskreppu. Alls létust sex lögregluþjónar og 20 mótmælendur og sjónarvottar í borgunum Freetown, Makeni og Kamakwie. Skrifaðu undir ákall um að yfirvöld í Síerra Leóne rannsaki atburðina og tryggi réttlæti.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.

Bandaríkin

Náðun fyrir Leonard Peltier

Leonard Peltier er amerískur frumbyggi og aðgerðasinni. Hann hefur setið í fangelsi í Bandaríkjunum í rúm 46 ár, þar af töluverðan tíma í einangrun. Leonard verður bráðum 79 ára gamall og hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Á síðasta ári fékk hann COVID-19 og stríðir einnig við langvarandi heilsuvanda sem gæti dregið hann til dauða. Skrifaðu undir ákall um að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, náði Leonard Peltier byggt á mannúðar og réttlætisforsendum, í ljósi vafasamrar málsmeðferðar, langs afplánunartíma og þverrandi heilsu Leonards, sem á ekki rétt á skilorði fyrr en 2024.

Íran

Milljónir skólastúlkna í hættu vegna eitrunar

Skólastúlkur hafa verið í forystu mótmæla í Íran og sýnt hugrekki gegn kúgandi lögum um skyldunotkun höfuðslæða með því að taka af sér höfuðslæðuna. Eiturgasi hefur verið beitt gegn skólastúlkum á grunnskóla- og menntaskólastigi. Sjálfstæðir fjölmiðlar og mannréttindasamtök hafa greint frá meira en 300 aðskildum árásum á rúmlega 100 stúlknaskóla víðsvegar um Íran. Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að írönsk yfirvöld geri sjálfstæða, ítarlega og skilvirka rannsókn á eiturárásum gegn skólastúlkum.