Madagaskar

Krefjumst þess að mannréttinda sé gætt í baráttunni við loftslagsvána í Madagaskar

Fólkið í Madaga­skar þarfnast verndar vegna afleið­inga lofts­lags­breyt­inga sem birtast nú sem miklir þurrkar þar í landi. 

Madaga­skar er á meðal þeirra landa sem eru hvað allra viðkvæmust fyrir lofts­lags­vánni. Nú vara verstu þurrkar í manna minnum á suður­hluta eyjunnar. Hungur og vannæring eykst og fleiri en 1 milljón einstak­linga eru nú á barmi hung­urs­neyðar þar í landi. Einnig hefur aðgangur að hreinu vatni og hrein­læti minnkað. 

Ástandið í Madaga­skar sýnir að lofts­lagsvá hefur nú þegar valdið miklum þján­ingum og dauðs­föllum. Lofts­lags­breyt­ing­arnar skerða getu einstak­linga til að njóta mann­rétt­inda. Réttur þeirra til lífs, heilsu og heil­næms umhverfis er skertur. 

Amnesty Internati­onal hvetur alþjóða­sam­fé­lagið til að grípa strax til aðgerða og vernda fólk í löndum eins og Madaga­skar sem eru nú þegar að finna fyrir afleið­ingum lofts­lags­breyt­inga. 

Krefj­umst þess að leið­togar heims, sérstak­lega þeirra ríkja sem bera mesta ábyrgð á lofts­lags­breyt­ingum og stjórn­völd í Madaga­skar grípi til aðgerða og verndi rétt­indi einstak­linga í Madaga­skar. 

Nánar um ástandið í Madaga­skar má lesa hér.

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.