Madagaskar
Fólkið í Madagaskar þarfnast verndar vegna afleiðinga loftslagsbreytinga sem birtast nú sem miklir þurrkar þar í landi.
Madagaskar er á meðal þeirra landa sem eru hvað allra viðkvæmust fyrir loftslagsvánni. Nú vara verstu þurrkar í manna minnum á suðurhluta eyjunnar. Hungur og vannæring eykst og fleiri en 1 milljón einstaklinga eru nú á barmi hungursneyðar þar í landi. Einnig hefur aðgangur að hreinu vatni og hreinlæti minnkað.
Ástandið í Madagaskar sýnir að loftslagsvá hefur nú þegar valdið miklum þjáningum og dauðsföllum. Loftslagsbreytingarnar skerða getu einstaklinga til að njóta mannréttinda. Réttur þeirra til lífs, heilsu og heilnæms umhverfis er skertur.
Amnesty International hvetur alþjóðasamfélagið til að grípa strax til aðgerða og vernda fólk í löndum eins og Madagaskar sem eru nú þegar að finna fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga.
Krefjumst þess að leiðtogar heims, sérstaklega þeirra ríkja sem bera mesta ábyrgð á loftslagsbreytingum og stjórnvöld í Madagaskar grípi til aðgerða og verndi réttindi einstaklinga í Madagaskar.
Nánar um ástandið í Madagaskar má lesa hér.
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía
Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.

Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum

Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.

Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu