Spánn

Spánn: Rappari dæmdur fyrir tíst

Pablo Hasél, spænskur rappari, var nýlega dæmdur í níu mánaða fang­elsi og sekt­aður um 30 þúsund evrur fyrir vegsömun hryðju­verka sem og fyrir róg og níð gegn krún­unni og stjórn­kerfi landsins. Dómurinn var byggður á 64 tístum og einu rapp­lagi. Hann er dæmdur fyrir það eitt að nýta tján­ing­ar­frelsið sitt.

Pablo Hasél er ekki sá eini, notendur samfé­lags­miðla, fjöl­miðla­fólk, tónlistar­fólk og lögfræð­ingar hafa verið ákærð fyrir sömu brot á Spáni. Áhrifin eru hrikaleg fyrir einstak­linga: Háar sektir, útilokun frá opin­berum vett­vangi í langan tíma, fang­els­is­dómar og síðast ekki síst óáþreif­anleg áhrif eins og sjálfs­rit­skoðun vegna ótta við refs­ingu.

Hlut­skipti César Straw­berry, söngvara hljóm­sveit­ar­innar Def con Dos, voru svipuð. Hann var ákærður fyrir „vegsömun hryðju­verka“ fyrir nokkur tíst. Að auki var rapp­arinn Nyto Rukeli, meðlimur í tónlist­ar­hópnum La Insur­gencia, dæmdur fyrir sömu ákæru­liði vegna laga­textans: „Jafnvel neðanjarðar verður ekki þaggað niður í mér, ekki er hægt að fang­elsa listina.“ (spænska:  „Ni bajo tierra me callarán, no puede encarcel­arse el arte”)

Rapp er ekki glæpur. Að tísta brandara er ekki hryðju­verk. Hegn­ing­arlög eiga ekki að gera tján­ingu eða list­ræna sköpun að glæp þar sem það brýtur gegn tján­ing­ar­frelsinu. Óþægileg eða hneyksl­anleg tjáning sem telst ekki til hatursorð­ræðu er ekki glæpur samkvæmt alþjóða­lögum.

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evrópu hefur gefið það út að lög um meið­yrði sem hindra eða sekta fyrir rétt­mæta gagn­rýni á stjórn­völd eða embætt­is­fólk brýtur gegn tján­ing­ar­frelsinu.

Skil­grein­ingin í ákvæði 578 í spænskum hegn­ing­ar­lögum á því að „vegsama“ hryðju­verk er svo víðfeðm að spænskir borg­arar eiga á hættu saksókn fyrir lögmæta tján­ingu.

Ákvæði um refs­ingu fyrir vegsömun hryðju­verka, róg og níð gegn krún­unni og ríkis­stofn­unum eða fyrir að misbjóða trú eiga ekki heima í hegn­ing­ar­lögum sem þurfa að virða og vernda mann­rétt­indi og vera í samræmi við alþjóðalög.

Verndaðu tján­ing­ar­frelsið og krefstu þess að stjórn­völd á Spáni:

1) Afnemi þessi ákvæði úr hegn­ing­ar­lögum.

2) Felli niður allar ákærur sem eru byggðar á ákvæði 578 og leysi alla einstak­linga úr haldi sem hafa verið fang­els­aðir á grund­velli þess fyrir að nýta rétt sinn til tján­ingar með frið­sömum hætti.

Lestu nánar um mál Césars og stöðu tján­ing­ar­frels­isins á Spáni hér

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Afnema verður ritskoðunarlög sem kæfa andóf

Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum. Rússland verður að afnema þessi ósanngjörnu lög án tafar og leysa úr haldi öll þau sem eru fangelsuð fyrir að tjá skoðanir sínar gegn stríðinu. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla friðsamlega stríðinu gegn Úkraínu.

Ísrael

Tryggja þarf mannúðaraðstoð til Gaza

Skrifaðu undir og krefstu þess að forsætisráðherra Ísraels komi í veg fyrir að mannúðarneyðin aukist enn frekar og framfylgi úrskurði Alþjóðadómstólsins með því  að tryggja mannúðaraðstoð og læknisaðstoð fyrir alla íbúa Gaza í samræmi við alþjóðalög.

Kólumbía

Verndum mannréttindafrömuði í Kólumbíu

Dag hvern hætta mannréttindafrömuðir lífi sínu í þágu mannréttinda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumbískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi. Að berjast fyrir mannréttindum í Kólumbíu er afar hættulegt og mannréttindafrömuður er myrtur um það bil annan hvern dag. Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórnvöld tryggi umfangsmiklar öryggisaðgerðir og verndi alla mannréttindafrömuði.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.