Spánn

Spánn: Rappari dæmdur fyrir tíst

Pablo Hasél, spænskur rappari, var nýlega dæmdur í níu mánaða fang­elsi og sekt­aður um 30 þúsund evrur fyrir vegsömun hryðju­verka sem og fyrir róg og níð gegn krún­unni og stjórn­kerfi landsins. Dómurinn var byggður á 64 tístum og einu rapp­lagi. Hann er dæmdur fyrir það eitt að nýta tján­ing­ar­frelsið sitt.

Pablo Hasél er ekki sá eini, notendur samfé­lags­miðla, fjöl­miðla­fólk, tónlistar­fólk og lögfræð­ingar hafa verið ákærð fyrir sömu brot á Spáni. Áhrifin eru hrikaleg fyrir einstak­linga: Háar sektir, útilokun frá opin­berum vett­vangi í langan tíma, fang­els­is­dómar og síðast ekki síst óáþreif­anleg áhrif eins og sjálfs­rit­skoðun vegna ótta við refs­ingu.

Hlut­skipti César Straw­berry, söngvara hljóm­sveit­ar­innar Def con Dos, voru svipuð. Hann var ákærður fyrir „vegsömun hryðju­verka“ fyrir nokkur tíst. Að auki var rapp­arinn Nyto Rukeli, meðlimur í tónlist­ar­hópnum La Insur­gencia, dæmdur fyrir sömu ákæru­liði vegna laga­textans: „Jafnvel neðanjarðar verður ekki þaggað niður í mér, ekki er hægt að fang­elsa listina.“ (spænska:  „Ni bajo tierra me callarán, no puede encarcel­arse el arte”)

Rapp er ekki glæpur. Að tísta brandara er ekki hryðju­verk. Hegn­ing­arlög eiga ekki að gera tján­ingu eða list­ræna sköpun að glæp þar sem það brýtur gegn tján­ing­ar­frelsinu. Óþægileg eða hneyksl­anleg tjáning sem telst ekki til hatursorð­ræðu er ekki glæpur samkvæmt alþjóða­lögum.

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evrópu hefur gefið það út að lög um meið­yrði sem hindra eða sekta fyrir rétt­mæta gagn­rýni á stjórn­völd eða embætt­is­fólk brýtur gegn tján­ing­ar­frelsinu.

Skil­grein­ingin í ákvæði 578 í spænskum hegn­ing­ar­lögum á því að „vegsama“ hryðju­verk er svo víðfeðm að spænskir borg­arar eiga á hættu saksókn fyrir lögmæta tján­ingu.

Ákvæði um refs­ingu fyrir vegsömun hryðju­verka, róg og níð gegn krún­unni og ríkis­stofn­unum eða fyrir að misbjóða trú eiga ekki heima í hegn­ing­ar­lögum sem þurfa að virða og vernda mann­rétt­indi og vera í samræmi við alþjóðalög.

Verndaðu tján­ing­ar­frelsið og krefstu þess að stjórn­völd á Spáni:

1) Afnemi þessi ákvæði úr hegn­ing­ar­lögum.

2) Felli niður allar ákærur sem eru byggðar á ákvæði 578 og leysi alla einstak­linga úr haldi sem hafa verið fang­els­aðir á grund­velli þess fyrir að nýta rétt sinn til tján­ingar með frið­sömum hætti.

Lestu nánar um mál Césars og stöðu tján­ing­ar­frels­isins á Spáni hér

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Kamerún

Kamerún: Krefjumst lausnar friðsamra mótmælenda og aðgerðasinna

Á enskumælandi svæðum Kamerún hefur verið herjað á stuðningsfólk stærsta stjórnarandstöðuflokk landsins, mannréttindafrömuði, aðgerðasinna og mótmælendur fyrir það eitt að nýta sér tjáningarfrelsið og réttinn til að mótmæla friðsamlega. Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið handteknir að geðþótta.

Kólumbía

Krefjumst rannsóknar á morði Kevin Agudelo í tengslum við mótmæli

Rannsaka þarf morðið á Kevin Agudelo sem átti sér stað í aðgerðum lögreglu. Þúsundir fólks fór út á götur í þjóðarverkfalli í mörgum borgum Kólumbíu árið 2021 til að krefjast réttar síns. Viðbrögð stjórnvalda var að ráðast á og refsa þeim einstaklingum sem létu í sér heyra. Flest mannréttindabrot í tengslum við mótmælin áttu sér stað í borginni Cali. 

Tansanía

Tansanía: Stöðvið þvingaða brottflutninga Masai-hirðingjasamfélagsins

Hætta er á þvinguðum brottflutningum Masai-hirðingjasamfélagsins til að greiða leið fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. Um 70.000 einstaklingar eru í hættu í kjölfar þess að liðsafli lögreglu og hers kom í bæinn Loliondo í norðurhluta Tansaníu þar sem Masai-fólkið býr.

Bandaríkin

Bandaríkin: Verndið réttinn til þungunarrofs

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur snúið við fordæmi dóms sem verndaði réttinn til þungunarrofs í landinu. Krefjumst þess að ríkisstjórar í öllum ríkjum Bandaríkjanna komi í veg fyrir þungunarrofsbann og verndi réttinn til þungunarrofs. 

Katar

Krefjumst þess að FIFA gefi Katar rauða spjaldið fyrir misbeitingu farandverkafólks

Fyrir tilstuðlan farandverkafólks getur draumur Katar um að halda heimsmeistaramótið í fótbolta orðið að veruleika. FIFA ber skylda til að bregðast við og nota áhrif sín til að hvetja Katar til að vernda farandverkafólk. Þrátt fyrir að einhver árangur hefur náðst er enn langt í land. Krefjumst þess að FIFA gefi Katar rauða spjaldið fyrir misbeitingu farandsverkafólks!

Tæland

Krefjumst réttlætis fyrir friðsama mótmælendur í Tælandi

Stjórnvöld í Tælandi nýta kórónuveirufaraldurinn til að þagga enn frekar niður í ungum friðsömum mótmælendum. Fleiri en 600 ungmenni eiga yfir höfði sér langa fangelsisdóma fyrir það eitt að mótmæla friðsamlega þrátt fyrir að lögreglan hafi beitt óhóflegu valdi við að leysa upp mótmælin.

Alþjóðlegt

Ríki hætti ólögmætri notkun á njósnabúnaði

Í löndum víðsvegar um heiminn reiða yfirvöld sig sífellt meira á stafrænt eftirlit í þeim tilgangi að áreita eða handtaka einstaklinga sem tjá sig til varnar mannréttindum eða afhjúpa viðkvæmar upplýsingar. Aukning er á stafrænum árásum gegn mannréttindasinnum, fjölmiðlafólki og almennum borgurum. Njósnum, hótunum og þöggun er beitt með því að brjótast inn í stafræn tæki einstaklinga. Þessari aðför verður að linna. Með undirskrift þinni þrýstir þú á stjórnvöldá heimsvísu að bregðast við kröfum um að vernda mannréttindasinna um heim allan.

Bandaríkin

Bandaríkin felli niður ákærur á hendur Julian Assange

Bandarísk yfirvöld verða að fella niður allar ákærur á hendur Julian Assange sem tengjast njósnum og birtingu gagna vegna starfa hans hjá Wikileaks. Miskunnarlausar tilraunir bandarískra stjórnvalda til að hafa hendur í hári Julian Assange vegna opinberunar gagna sem innihéldu meðal annars upplýsingar um mögulega stríðsglæpi bandaríska hersins eru alvarlegar árásir gegn réttinum til tjáningarfrelsis.