Ríkisstjórnir og fyrirtæki eru óðum að þróa vopn með aukinni sjálfstýringu þar sem ný tækni og gervigreind eru notuð. Slík „drápsvélmenni“ gætu verið notuð í átökum, við löggæslu eða landamæravörslu. Ákvarðanir sem snúast um líf og dauða ættu ekki að vera teknar af vélmennum. Við þurfum að bregðast við til verndar mannkyninu og til að gera heiminn öruggari.
Við stöndum frammi fyrir því sem var áður óhugsandi. Drónar og önnur háþróuð vopn eru þróuð til að taka ákvarðanir og velja skotmörk án atbeina nokkurrar manneskju. Sjálfstýrð vopn eða “drápsvélmenni” voru áður einungis til sem framtíðarvandamál í kvikmyndum en það er ekki lengur raunin.
Vélmenni geta ekki tekið flóknar siðferðilegar ákvarðanir. Þau skortir samkennd og skilning og taka ákvarðanir byggðar á hlutdrægum, gölluðum og íþyngjandi ferlum. Tækninýjungar á sviði andlits- og raddgreiningar hafa sýnt að oft eru gerð mistök. Sjálfstýrð vopn geta aldrei verið forrituð með fullnægjandi hætti til að koma í staðinn fyrir ákvarðanir manneskju.
Að skipta út hermönnum fyrir vélmenni gerir ákvörðunartöku um hernað of auðvelda. Einnig er hætta að vopnin rati í rangar hendur, meðal annars í gegnum ólöglega vopnaflutninga. Það má búast við því að tækninni verði beitt við löggæslu og landamæravörslu ásamt því að henni verði beitt til að ógna mannréttindum eins og réttinum til að mótmæla, réttinum til lífs, og bann við pyndingum og annarri illri meðferð. Þrátt fyrir þessar áhyggjur hafa lönd eins og Bandaríkin, Kína, Ísrael, Suður-Kórea, Rússland, Ástralía, Indland og Bretland haldið áfram að fjárfesta í sjálfstýrðum vopnum.
Við höfum tækifæri til að bregðast við.
Á meðan fyrirtæki og varnarmálaráðuneyti um allan heim keppast við að þróa þessa tækni verðum við að bregðast hratt við áður en við missum beitingu valds úr höndum fólks yfir til vélmenna með hroðalegum afleiðingum.
Skrifaðu undir þetta mikilvæga mál sem varðar líf og dauða.
Kallaðu eftir því að utanríkisráðherra Íslands sýni forystu á alþjóðavettvangi og kalli eftir því að sett verði alþjóðalög sem varða sjálfstýringu vopna til að tryggja að fólk stjórni beitingu valds en ekki vélmenni.