„Við erum ekki aðeins aðgerðasinnar. Við erum dætur jarðarinnar og samfélaga okkar. Við erum baráttustúlkur fyrir skóginn sem neitar að deyja. Við erum Amazon í baráttu gegn áhrifum olíuiðnaðarins sem brennir samfélög okkar og plánetu.“
Baráttustúlkur Amazon-skógarins eru hópur aðgerðasinna á aldrinum 10-20 ára. Þær berjast í þágu samfélags síns ásamt UDAPT, samtökum í þágu fólks sem hefur orðið fyrir skaða vegna olíuframleiðslu Texaco, og samvinnuhópi sem kallar sig Eliminen los Mecheros, Enciendan la Vida (Stöðvið gasbruna, tendrið líf), gegn mengun og líkamlegum skaða sem hlotist getur af völdum gasbruna. Gasbruni er notaður við olíuvinnslu og losar gríðarmikið af gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum.
Með stuðningi frá UDAPT lögsóttu baráttustúlkurnar í Amazon-skóginum ekvadorska ríkið árið 2020 og þær unnu málið. Tímamótaúrskurður árið 2021 fyrirskipaði stjórnvöldum að stöðva notkun gasbruna. Þrátt fyrir það loga þessi „eldskrímsli“ enn.
Í stað þess að hugrekki stúlknanna sé fagnað mega þær þola svívirðingar og hótanir um ofbeldi. Frekar en að rannsaka hótanir gegn þeim hafa yfirvöld sagt hópnum að þeim verði aðeins veitt vernd gegn því að þær hætti baráttu sinni.
Krefstu þess að Ekvador stöðvi gasbruna og verndi baráttustúlkurnar.