Makhabat Tazhibek kyzy fæddist inn í fjölskyldu sem samanstendur af ljóðskáldum, dómurum og stjórnmálafólki. Þar ólst hún upp við sköpunargleði og mannréttindi. Ljóð eru ríkur þáttur í menningu Kirgistans þar sem ljóðskáld beita orðum til að tjá lífsbaráttu fólks og gagnrýna yfirvöld. Fyrir Makhabat var fjölmiðlastarf augljóst val. Þannig gæti hún leyft röddum fólks að berast sem víðast og deilt sögum þess.
Árið 2022 stýrði Makhabat rannsóknardeild á einum helsta rannsóknarfjölmiðli í Kirgistan sem afhjúpaði meinta spillingu í æðstu embættum landsins og fjallaði um samfélagsmál eins og ójafnrétti með því að gefa fólki rödd sem hefur þjáðst vegna þess.
Þetta mikilvæga starf hennar var áhættusamt. Þegar yfirvöld hófu að beita aukinni hörku gegn sjálfstæðum fjölmiðlum beindu þau sjónum að Makhabat. Henni var hótað fangelsisvist, pyndingum og brottvísun í desember 2023. Hún lét það ekki á sig fá og hélt áfram störfum sínum.
Nokkrum vikum síðar, í janúar 2024, réðust yfirvöld inn á heimili Makhabat og handtóku hana. Hún var ákærð fyrir að „hvetja til ofbeldis gegn borgurum“ og „hvetja til óhlýðni og óeirða“. Ákærur á hendur henni voru tilhæfulausar og án nokkurra sannana. Samt sem áður var hún dæmd í sex ára fangelsi í október 2024. Ungur sonur hennar elst nú upp án móður sinnar.
Krefstu lausnar Makhabat án tafar og að mál hennar verði endurskoðað.