Þrír drengir börðust fyrir betra lífi

Eiga lífstíðardóm yfir höfði sér fyrir að bjarga mannslífum

Áður en þeir urðu þekktir sem El Hiblu 3 voru þeir þrír venju­legir unglingar í Gíneu og á Fíla­beins­strönd­inni með ástríðu fyrir fótbolta og körfu­bolta. Þegar þeir voru á aldr­inum 15, 16 og 19 ára var þá hins vegar farið að dreyma um öruggara og betra líf en það sem þeim bauðst á heima­slóðum.

Þessi sameig­in­lega þrá drengj­anna leiddi til þess að þeir flúðu til Líbíu en þar tók við ofbeldi og pynd­ingar í fang­elsum sem ætluð eru flótta- og farand­fólki sem leitar skjóls í landinu. Þann 25. mars tókst drengj­unum að flýja og komast um borð í gúmmíbát ásamt 111 öðrum, þeirra á meðal 15 börnum, en bátnum var ætlað að sigla til Evrópu. Gúmmíbát­urinn komst fljótt í hann krappan en áhöfn­inni var bjargað af olíu­flutn­inga­skipinu El Hiblu. Áhöfn El Hiblu reyndi síðan að snúa flótta­fólkinu aftur til Líbíu þrátt fyrir að hafa gefið loforð um að gera það ekki og að ólög­legt sé að senda það til baka. Mótmæli brutust út í olíu­flutn­inga­skipinu og voru dreng­irnir þrír beðnir að hjálpa til við að koma á ró um borð. Þeir tóku að sér að túlka og vörðu þannig rétt skip­brots­fólksins til að þurfa ekki aftur að sæta pynd­ingum í Líbíu. Áhöfn olíu­flutn­inga­skipsins ákvað að snúa skipinu við og halda til Evrópu. Þegar skipið var komið inn í land­helgi Möltu réðust yfir­völd um borð í það og héldu því fram að dreng­irnir þrír hefðu tekið áhöfn skipsins í gísl­ingu. Þeir sæta nú tilhæfu­lausum ákærum um hryðju­verk og gætu átt yfir höfði sér lífs­tíð­ar­fang­elsi.

Dreng­irnir höfðu aðeins reynt að standa vörð um öryggi sitt og hinna sem bjargast höfðu um borð í skipið með þeim.

Krefstu rétt­lætis fyrir El Hiblu 3.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Frakkland

Lögregla drepur áttræða konu með táragassprengju

Hin áttaíu ára gamla Zineb dó vegna gáleysis lögreglu við beitingu táragassprengju á mótmælum. Hún ætlaði að loka glugga á heimili sínu þegar táragassprengja hæfði hana í andlitið. Tæpum fjórum árum síðar hefur enn enginn verið ákærður.

Rússland

Í haldi fyrir að mótmæla innrás Rússlands í Úkraínu

Aleksandra setti upplýsingar á verðmiða í stórmarkaði um innrás Rússlands í Úkraínu. Hún situr nú í fangelsi í Rússlandi þar sem aðstæður eru hræðilegar og á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi verði hún fundin sek.

Kamerún

Fangelsuð fyrir sín fyrstu mótmæli

Dorgelesse, einstæð móðir og hárgreiðslukona, var handtekin þegar hún tók þátt í friðsamlegum mótmælum þar sem hún krafðist betri framtíðar. Hún hefur verið í haldi frá september 2020. Hún hlaut fimm ára fangelsisdóm í herrétti.

Paragvæ

Mótmæla mismunun trans fólks

Yren og Mariana þurfa að berjast gegn mismunun sem trans konur. Þær geta ekki fengið skilríki í samræmi við kynvitund sína. Yren og Mariana krefjast þess að fá lagalega viðurkenningu á því hverjar þær eru.

Marokkó

20 ára fangelsisvist fyrir að krefjast breytinga

Mannréttindafrömuðurinn Nasser Zefzafi afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir friðsamleg mótmæli. Hann hefur sætt pyndingum og illri meðferð og heilsu hans hefur hrakað við hræðilegar aðstæður í fangelsinu.

Kúba

Listamaður í fangelsi fyrir að verja tjáningarfrelsið

Listamaðurinn Luis Manuel birti myndband á netinu í júli 2021 þar sem hann sagðist ætla að taka þátt í mótmælum í Havana. Hann var handtekinn áður en mótmælin fóru fram og dæmdur í fimm ára fangavist.

Íran

Pyndaður og ranglega fangelsaður fyrir að mótmæla

Vahid og tveir bræður hans voru handteknir árið 2018 fyrir þátttöku í friðsamlegum mótmælum gegn ójafnrétti og pólitískri kúgun. Vahid hefur sætt pyndingum og verið í einangrun frá september 2020.