Þrír drengir börðust fyrir betra lífi

Eiga lífstíðardóm yfir höfði sér fyrir að bjarga mannslífum

Áður en þeir urðu þekktir sem El Hiblu 3 voru þeir þrír venju­legir unglingar í Gíneu og á Fíla­beins­strönd­inni með ástríðu fyrir fótbolta og körfu­bolta. Þegar þeir voru á aldr­inum 15, 16 og 19 ára var þá hins vegar farið að dreyma um öruggara og betra líf en það sem þeim bauðst á heima­slóðum.

Þessi sameig­in­lega þrá drengj­anna leiddi til þess að þeir flúðu til Líbíu en þar tók við ofbeldi og pynd­ingar í fang­elsum sem ætluð eru flótta- og farand­fólki sem leitar skjóls í landinu. Þann 25. mars tókst drengj­unum að flýja og komast um borð í gúmmíbát ásamt 111 öðrum, þeirra á meðal 15 börnum, en bátnum var ætlað að sigla til Evrópu. Gúmmíbát­urinn komst fljótt í hann krappan en áhöfn­inni var bjargað af olíu­flutn­inga­skipinu El Hiblu. Áhöfn El Hiblu reyndi síðan að snúa flótta­fólkinu aftur til Líbíu þrátt fyrir að hafa gefið loforð um að gera það ekki og að ólög­legt sé að senda það til baka. Mótmæli brutust út í olíu­flutn­inga­skipinu og voru dreng­irnir þrír beðnir að hjálpa til við að koma á ró um borð. Þeir tóku að sér að túlka og vörðu þannig rétt skip­brots­fólksins til að þurfa ekki aftur að sæta pynd­ingum í Líbíu. Áhöfn olíu­flutn­inga­skipsins ákvað að snúa skipinu við og halda til Evrópu. Þegar skipið var komið inn í land­helgi Möltu réðust yfir­völd um borð í það og héldu því fram að dreng­irnir þrír hefðu tekið áhöfn skipsins í gísl­ingu. Þeir sæta nú tilhæfu­lausum ákærum um hryðju­verk og gætu átt yfir höfði sér lífs­tíð­ar­fang­elsi.

Dreng­irnir höfðu aðeins reynt að standa vörð um öryggi sitt og hinna sem bjargast höfðu um borð í skipið með þeim.

Krefstu rétt­lætis fyrir El Hiblu 3.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Angóla

TikTok-stjarna fangelsuð fyrir að gagnrýna forsetann

Ana da Silva Miguel, þekkt undir nafninu Neth Nahara, er söngkona og áhrifavaldur á samfélagsmiðlum. Í ágúst 2023 gagnrýndi hún forseta landsins, João Lourenço, á TikTok. Næsta dag var Neth handtekin. Í kjölfarið var réttað yfir henni, hún sakfelld og dæmd í sex mánaða fangelsi en dómurinn var síðar lengdur í tvö ár. Yfirvöld í Angóla beita umdeildum lögum sem gera það refsivert að gagnrýna forsetann í þeim tilgangi að þagga niður í gagnrýnisröddum.

Víetnam

Í fangelsi fyrir að vernda umhverfið og mannréttindi

Umhverfismálalögfræðingurinn Dang Dinh Bach hefur helgað líf sitt verndun fólksins í Víetnam gegn áhrifum mengunar og loftslagsbreytinga. Bach var handtekinn 24. júní 2021 og færður í fangelsi fyrir meint skattsvik, aðferð sem víetnömsk yfirvöld beita til að þagga niður í umhverfisaðgerðasinnum. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir glæp sem hann framdi ekki.