Rússland

Verslunareigandi afplánar 18 mánaða dóm fyrir að nýta tjáningarfrelsi sitt

Dmitry Skurikhin er versl­un­ar­eig­andi og aðgerð­arsinni frá Leningradskaya í norð­vest­ur­hluta Rúss­lands. Hann hefur opin­ber­lega tjáð andúð sína á stríðinu í Úkraínu allt frá því að Rúss­lands réðst fyrst inn í landið árið 2014. Hann afplánar 18 mánaða dóm á fanga­ný­lendu í Rússlandi fyrir brot á ritskoð­un­ar­lögum um hernað sem sett voru á stuttu eftir innrás Rúss­lands í Úkraínu. Eitt af ákvæðum laganna gerir það refsi­vert „að koma óorði á herafla Rúss­lands“.

Hann var fyrst sekt­aður í maí árið 2022 um rúmlega 66 þúsund íslenskar krónur fyrir „að koma óorði á herafla Rúss­lands“ eftir að hann birti mynd­band þar sem hann mótmælti stríðinu á samskiptamið­il­inum Telegram. Hann lét það ekki stöðva sig og í ágúst árið 2022 útbjó Dmitry skilti með áletr­un­inni: „Rúss­land, vaknið! Stöðvið þessa vitfirrtu, fölsku, fyrir­lit­legu, skamm­ar­legu hern­að­ar­að­gerð!“ og hengdi upp fyrir framan verslun sína. Síðar birti hann mynd af skiltinu á Telegram en hátt í 200 einstak­lingar sáu skilaboð hans gegn stríðinu í Úkraínu sem fjöl­mið­illinn Server.Realii deildi einnig á sinni rás á Telegram.

Í kjöl­farið hófst fyrsta saka­málið á hendur Dmitry, í sept­ember 2022, fyrir „að koma síend­ur­tekið óorði á rúss­neska herinn“. Lögregla gerði húsleit á heimili hans í 11 klukku­stundir auk þess sem unnin voru skemmd­ar­verk á verslun hans.

Annað sakamál á hendur honum hófst vegna ljós­myndar sem sýndi Dmitry á hjánum, hald­andi á vegg­spjaldi með áletr­un­inni: „Fyrir­gefið Úkraína“, sem dóttir hans Ulyana tók og sendi á fjöl­miðla í tilefni þess að ár var liðið frá innrás Rúss­lands í Úkraínu þann 24. febrúar 2023. Í rétt­ar­höld­unum kvaðst Dmitry einungis hafa nýtt sér rétt sinn til tján­ingar sem er vernd­aður í 29. grein stjórn­ar­skrár Rúss­lands.

Í ágúst 2023 hlaut hann 18 mánaða dóm á rúss­neskri fanga­ný­lendu. Í nóvember sama ár áfrýjaði hann dómnum en hafði ekki erindi sem erfiði.

Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að rúss­nesk stjórn­völd leysi Dmitry Skurikhin skil­yrð­is­laust úr haldi án tafar.

Auk þess er krafist að Rúss­land afnemi ritskoð­un­ar­lögin og leysi öll þau úr haldi sem hafa einungis tjáð andóf sitt á stríðinu í Úkraínu.

Frétt um ritskoð­un­ar­lögin í Rússlandi

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Íran

Hætta er á fleiri aftökum í tengslum við mótmæli

Að minnsta kosti tíu einstaklingar í Íran eiga yfir höfði sér aftöku í kjölfar dauðadóma í tengslum við mótmæli sem kennd voru við slagorðið „Kona, líf, frelsi“. Skrifaðu undir ákall um að írönsk stjórn­völd ógildi dauðadóma yfir friðsama mótmælendur og leysi úr haldi þá mótmæl­endur sem eru í haldi fyrir það eitt að tjá sig með frið­sam­legum hætti.

Bandaríkin

Hætta steðjar að umsækjendum um alþjóðlega vernd í Bandaríkjunum

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að hrinda í framkvæmd áform um brottvísanir sem beinast að milljónum innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Bandarískum stjórnvöldum ber skylda samkvæmt alþjóðalögum að tryggja að lög þeirra, stefnur og verklag leiði ekki til aukinnar hættu á að brotið sé á mannréttindum innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Skrifaðu undir ákall um að Trump forseti virði mannréttindi innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlega vernd og hætti við þau áform um vísa fjölda fólks úr landi.

Ekvador

Binda þarf enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum

Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.