Öll þurfum við vernd gegn ofbeldi og hryðjuverkum. Hins vegar á engin ríkisstjórn að fórna mannréttindum borgara sinna fyrir þjóðaröryggi.
Því miður er raunin sú víðsvegar um heim. Amnesty International vinnur að því að stöðva slík brot.
10 milljónir
manna eru fangelsaðir um allan heim.
3,2 milljónir
þeirra bíða enn réttarhalda.
1
lögfræðingur starfar fyrir hverja 50.000 íbúa í flestum þróunarlöndunum.
Kjarni vandans
Ljóst er orðið að stjórnvöld víða um heim hafa framið mannréttindabrot í tengslum við hið svokallaða „stríð gegn hryðjuverkum“. Fyrir liggja sannfærandi gögn um leynileg gæsluvarðhaldsfangelsi í ákveðnum löndum þar sem fangar hafa þurft að þola pyndingar og illa meðferð. Fáir hafa verið látnir sæta ábyrgð þrátt fyrir sönnunargögn og flestir þeirra hafa verið lágt settir embætismenn.
Þolendur, fjölskyldur þeirra og samfélög eiga rétt á að vita sannleikann um þessi brot, gerendurna og að ráðstafanir verði gerðar til að tryggja ábyrgðarskyldu. Þetta eru grundvallaratriði til að hægt sé að draga lærdóm af slíkum brotum, fyrirbyggja þau og að greiddar séu bætur fyrir slíka verknaði.
Margar ríkisstjórnir hafa brugðist við eða notfært sér auknar áhyggjur af hryðjuverkum til að handtaka fólk án þess að styðjast við þá varnagla sem ber að hafa í huga við frelsissviptingu. Varnaglarnir eru þeir að segja ber frá ástæðu handtökunnar og láta aðstandendur fangans vita hvar hann er í haldi. Fangar skulu einnig hafa aðgang að lögfræðingi og að geta véfengt lögmæti varðhaldsins. Ekki skal halda þeim í varðhaldi á leynilegum stað.
Kröfur Amnesty International
Amnesty International krefst þess að ríki virði mannréttindi í öllum aðgerðum sínum í nafni þjóðaröryggis eða baráttunnar gegn hryðjuverkum. Þegar ríki virða ekki mannréttindi verða ríkisstjórnir og einstaklingar sem eiga í hlut að sæta ábyrgð fyrir þau mannréttindabrot sem eru framin. Við vinnum einnig í þágu þolenda hryðjuverka og ofbeldis af hálfu vopnaðra hópa og styðjum það í baráttu sinni fyrir sannleikanum, réttlæti og skaðabótum.
Tengt efni
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Fyrir ungt fólk sem vill hafa áhrif minnum við á ungliðahreyfingu Amnesty International en hópar eru starfandi um land allt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.