Stjórnvöld víða um heim pynda og fangelsa einstaklinga m.a. fyrir skoðanir þeirra, kynferði, trúarbrögð, uppruna og samfélagsstöðu. Einstaklingar sem gagnrýna stjórnvöld eða tilheyra jaðarhópum eru einkum í hættu.
Amnesty International var stofnað út frá þeirri hugmynd að venjulegt fólk um heim allan gæti bundið enda á þessi mannréttindabrot með því að grípa til aðgerða í þágu þessara einstaklinga. Milljónir skilaboða hafa verið send til stjórnvalda víðsvegar um heiminn vegna einstaklingsmála sem Amnesty International hefur tekið upp. Það hefur veitt fólki í erfiðum aðstæðum von og hjálpað þúsundum einstaklinga að fá frelsi sitt á ný sem voru ranglega fangelsuð.
10 milljónir
Sá fjöldi einstaklinga sem áætlað er að sé í fangelsi um allan heim.
3,2 milljónir
fanga sem áætlað er að bíði enn réttarhalda í heiminum.
1
lögfræðingur starfar fyrir hverja 50.000 íbúa í flestum þróunarlöndunum.
Undirskriftir í Þitt nafn bjargar lífi 2021
66.180Undirskriftir í Þitt nafn bjargar lífi 2020
70.405Undirskriftir í Þitt nafn bjargar lífi 2019
86.886Undirskriftir í Þitt nafn bjargar lífi 2018
76.901Undirskriftir í Þitt nafn bjargar lífi 2017
95.826Undirskriftir í Þitt nafn bjargar lífi 2016
60.914Undirskriftir í Þitt nafn bjargar lífi 2015
80.269Einstaklingar í hættu
Þitt nafn bjargar lífi er árleg herferð Amnesty International þar sem er safnað undirskriftum fyrir 10 áríðandi mál
Kjarni vandans
Á hverjum degi er brotið á réttindum einstaklinga. Fólk er dæmt eftir ósanngjörn réttarhöld eða haldið í varðhaldi án réttarhalda, fangar eru pyndaðir, samfélög verða fyrir þvinguðum brottflutningum, einstaklingar sæta þvinguðum mannshvörfum eftir að hafa verið teknir af heimilum sínum af útsendurum yfirvalda og fólk er fangelsað fyrir skoðanir sínar.
Hvað er Amnesty að gera?
Gerðar eru rannsóknir á mannréttindabrotum. Unnið er í nærsamfélagi þolenda mannréttindabrota og ef við á í samstarfi með öðrum samtökum.
Við vekjum athygli á mannréttindabrotum, krefjumst lausna einstaklinga úr haldi og þrýstum á stjórnvöld að virða mannréttindi.
Við höldum úti virku aðgerðaneti með netákalli og sms-aðgerðarneti.
Við virkjum þúsundir einstaklinga til að taka þátt í árlegri herferð okkar Þitt nafn bjargar lífi í þágu þolenda mannréttindabrota.
Ungir aðgerðasinnar taka þátt í starfi Amnesty International í ungliðahreyfingu Íslandsdeildarinnar.
Tengt efni
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Fyrir ungt fólk sem vill hafa áhrif minnum við á ungliðahreyfingu Amnesty International en hópar eru starfandi um land allt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu