Einstaklingar í hættu

Víða um heim eru stjórn­völd að pynda og fang­elsa einstak­linga fyrir það eitt hverjir þeir eru eða skoð­anir sínar.

Amnesty Internati­onal var stofnað út frá þeirri hugmynd að venju­legt fólk um heim allan gæti bundið enda á þessi mann­rétt­inda­brot með því að grípa til aðgerða í þágu þessara einstak­linga. Millj­ónir skila­boða hafa verið send til stjórn­valda víðs­vegar um heiminn vegna einstak­lings­mála sem Amnesty Internati­onal hefur tekið upp. Það hefur veitt fólki í erfiðum aðstæðum von og hjálpað þúsundum einstak­linga að fá frelsi sitt á ný sem voru rang­lega fang­elsuð.

Kjarni vandans

Á hverjum degi er verið að brjóta á rétt­indum einstak­linga. Fólk er dæmt eftir ósann­gjörn rétt­ar­höld, fangar eru pynd­aðir, samfélög verða fyrir þving­uðum brott­flutn­ingum, einstak­lingar hverfa eftir að hafa verið teknir af heim­ilum sínum af útsend­urum yfir­valda og fólk er fang­elsað fyrir skoð­anir sínar.