
Ísrael
Krefjumst vopnahlés í átökum Ísraels og Gaza
Harðnandi átök á milli Ísraels og Hamas og annarra vopnaðra hópa valda óbreyttum borgurum miklum þjáningum. Átök á þessu svæði hafa aldrei verið jafn hörð eða mannfallið jafn mikið. Líf fjölda fólks hefur verið lagt í rúst. Dag hvern eykst mannfallið og mannúðarneyðin á Gaza. Amnesty International krefst þess að allir aðilar í átökunum semji án tafar um vopnahlé til að binda enda á blóðbaðið og að tryggt verði að mannúðaraðstoð komist til Gaza.