
Kína
Kína: Fjögurra ára fangelsisdómur fyrir umfjöllun um kórónuveirufaraldurinn
Zhang Zhan var handtekin í maí 2020 og ákærð fyrir að „stofna til rifrilda og vandræða“ vegna umfjöllunar hennar í febrúar 2020 um kórónuveirufaraldurinn í Wuhan. Hún var dæmd í fjögurra ára fangelsi þann 28. desember 2020. Zhang Zhan er fyrrum lögfræðingur en hún er sjálfstæð netfréttakona og hefur fjallað um stjórnmál og mannréttindi í Kína í gegnum ýmsa netmiðla. Zhang Zhan er samviskufangi sem er í haldi fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsið sitt til að fjalla um kórónuveirufaraldurinn.