
Íran
Þýsk-íranskur stjórnarandstæðingur í haldi
Jamshid Sharmahd er 66 ára gamall þýsk-íranskur stjórnarandstæðingur í haldi íranskra yfirvalda sem gefa ekki upp hvar honum er haldið. Yfirvöld hafa frá því í september 2021 einnig bannað fjölskyldu hans að hafa samband við hann. Á meðan hann er í haldi ber írönskum stjórnvöldum að tryggja að hann geti haft samband við fjölskyldu og lögfræðing að eigin vali ásamt því að hann fái viðeigandi læknisþjónustu. Auk þess ber þeim að tryggja að hann fái sanngjörn réttarhöld í samræmi við alþjóðlega staðla. Krefstu þess að írönsk stjórnvöld leysi Jamashid Sharmahd úr haldi.