
Venesúela
Venesúela: Kona í haldi í lífshættu
Emirlendris Benítez er 42 ára gömul kona í Venesúela sem var handtekin að geðþótta í ágúst 2018 og dæmd í 30 ára fangelsi árið 2022 eftir ósanngjörn réttarhöld. Mál hennar er dæmi um ógnvekjandi kúgun venesúelskra stjórnvalda. Þrátt fyrir að hún hafi aldrei tengst pólitísku aðgerðastarfi og engar sannanir voru fyrir hendi var hún ásökuð um að vera viðriðin ofbeldi gegn háttsettu stjórnmálafólki.