Bandaríkin

Leysið Mahmoud Khalil úr haldi

Innflytjendayfirvöld Bandaríkjanna handtóku Mahmoud Khalil ólöglega og sætir hann nú geðþóttavarðhaldi. Hann er palestínskur aðgerðasinni sem nýlega lauk námi við Columbia-háskólann. Yfirvöld hafa upplýst hann um að þau hafi „afturkallað“ dvalarleyfi hans og að brottvísunarferli sé hafið. Skrifaðu undir og krefstu þess að bandarísk yfirvöld leysi Mahmoud úr haldi, virði tjáningar- og fundafrelsi hans og tryggi réttláta málsmeðferð.

Íran

Hætta er á fleiri aftökum í tengslum við mótmæli

Að minnsta kosti tíu einstaklingar í Íran eiga yfir höfði sér aftöku í kjölfar dauðadóma í tengslum við mótmæli sem kennd voru við slagorðið „Kona, líf, frelsi“. Skrifaðu undir ákall um að írönsk stjórn­völd ógildi dauðadóma yfir friðsama mótmælendur og leysi úr haldi þá mótmæl­endur sem eru í haldi fyrir það eitt að tjá sig með frið­sam­legum hætti.

Ísrael

Stöðva þarf hópmorðið á Gaza

Ísrael fremur hópmorð á Palestínubúum á Gaza. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva hópmorðið (e. genocide). Í nýrri skýrslu Amnesty International, „You Feel Like You Are Subhuman”: Israel’s Genocide Against Palestinians in Gaza, er sýnt fram á að um hópmorð er að ræða á Palestínubúum á Gaza. 

Aserbaísjan

Leysið fjölmiðlafólk og aðgerðasinna úr haldi

Aðförin að borgaralegu rými í Aserbaísjan í aðdraganda COP29 hefur í för með sér að réttlæti í loftslagsmálum nái ekki fram að ganga. Skrifaðu undir og sýndu samstöðu með aðgerðasinnum og fjölmiðlafólki sem hafa hlotið refsingu fyrir að draga stjórnvöld sín til ábyrgðar.

Jemen

Leysa þarf sérfræðing í menntamálum úr geðþóttavarðhaldi

Moujib al-Mikhlafi er sérfræðingur á vegum menntamálaráðuneytis Jemen. Hann sætir geðþóttavarðhaldi og fær ekki lögfræðilega aðstoð. Heilsu hans hrakar stöðugt og fjölskylda hans hefur áhyggjur af honum. Skrifaðu undir ákall um að leysa Moujib al-Mikhlafi tafarlaust úr haldi.

Bandaríkin

Stöðva þarf vopnaflutninga til Ísraels

Rannsókn Amnesty International á vettvangi hefur leitt í ljós að vopn framleidd í Bandaríkjunum hafa verið notuð í ólögmætum árásum þar sem palestínskir borgarar hafa verið drepnir. Skrifaðu undir ákall til forseta Bandaríkjanna um að bjarga mannslífum með því að stöðva vopnaflutninga til ísraelskra yfirvalda og kalla eftir tafarlausu og varanlegu vopnahléi.

Sádi-Arabía

Ellefu ára fangelsi fyrir að styðja réttindi kvenna

Manahel al-Otaibi er líkamsræktarkennari og hugrökk talskona fyrir réttindum kvenna í Sádi-Arabíu. Í nóvember 2022 var hún handtekin eftir að hafa birt mynd af sér á Snapchat í verslunarmiðstöð. Á myndinni klæddist hún ekki abaya, sem er hefðbundinn kufl frá toppi til táar. Manahel var dæmd í 11 ára fangelsi.

Alþjóðlegt

Stöðvum drápsvélmenni

Yfirvöld og fyrirtæki eru óðum að þróa vopn með aukinni sjálfstýringu þar sem ný tækni og gervigreind eru notuð. Slík “drápsvélmenni” gætu verið notuð í átökum, við löggæslu eða landamæravörslu. Ákvarðanir sem snúast um líf og dauða ættu ekki að vera teknar af vélmennum. Hvetjum þjóðarleiðtoga heims til samningaviðræðna um ný alþjóðalög sem varða sjálfstýringu vopna.

Simbabve

Leysið stjórnarandstæðinga úr þvinguðu haldi yfirvalda

Lögregluyfirvöld í Simbabve handtóku að geðþótta meðlimi stjórnarandstöðuhreyfingarinnar CCC (Citizens Coalition for Change), síðastliðinn 16. júní. Skrifaðu undir og krefstu þess að yfirvöld í Simbabve leysi alla 76 meðlimi CCC tafarlaust úr haldi og að felldar verði niður ákærur gegn þeim upprunnar af pólitískum ástæðum.

Sambía

Læknir sóttur til saka fyrir samkynhneigð

Suwilanji Situmbeko læknir var sóttur til saka fyrir samkynhneigð og dæmdur í 15 ára fangelsi ásamt erfiðisvinnu. Skrifaðu undir ákall um að Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra þrýsti á sambísk stjórnvöld um að ógilda dóminn yfir Suwilanji Situmbeko og láta hann lausan tafarlaust og án skilyrða.

Sádi-Arabía

Hjálparstarfsmaður dæmdur í 20 ára fangelsi vegna háðsádeilu

Abdulrahman al-Sadhan, 41 árs starfsmaður Rauða hálfmánans (systurfélag Rauða krossins), var handtekinn af yfirvöldum á vinnustað sínum í Sádi-Arabíu þann 12. mars 2018. Hann var meðal annars ákærður fyrir „að undirbúa, geyma og senda út efni sem er skaðvænlegt fyrir allsherjarreglu og trúarleg gildi“ vegna háðsádeilu á Twitter.

Sádi-Arabía

Dæmd í 27 ára fangelsi fyrir að styðja réttindi kvenna

Salma al-Shehab er 34 ára gömul baráttukona, fræðikona og tveggja barna móðir frá Sádi-Arabíu. Hún var ákærð vegna friðsamlegrar tjáningar á Twitter (nú X) til stuðnings réttindum kvenna. Hún var dæmd í 27 ára fangelsi ásamt 27 ára ferðabanni að lokinni afplánun. Yfirvöld í Sádi-Arabíu sýna enga miskunn gagnvart gagnrýni sama hversu meinlaus hún er.  

Sádi-Arabía

Kennari á eftirlaunum hlaut dauðadóm fyrir gagnrýni

Sérstakur sakamáladómstóll í Sádi-Arabíu dæmdi Mohammad bin Nasser al-Ghamdi, 55 ára kennara á eftirlaunum, til dauða þann 9. júlí 2023 fyrir friðsamlegar aðgerðir sínar á Twitter [nú X] og YouTube. Mohammad bin Nasser al-Ghamdi var dæmdur til dauða fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsið. Hann var aðeins með tíu fylgjendur á Twitter.

Sádi-Arabía

Ísland beiti sér gegn skelfilegum mannréttindabrotum í Sádi-Arabíu

Yfirvöld í Sádi-Arabíu leggja allt kapp á að þagga niður í gagnrýnisröddum í landinu. Samfélagsmiðlafærsla þar sem kallað er eftir umbótum í mannréttindamálum eða yfirvöld gagnrýnd getur ein og sér leitt til ferðabanns, fangelsisvistar svo áratugum skiptir eða jafnvel dauðadóms.