Íran

Þýsk-íranskur stjórnarandstæðingur í haldi

Jamshid Sharmahd er 66 ára gamall þýsk-íranskur stjórnarandstæðingur í haldi íranskra yfirvalda sem gefa ekki upp hvar honum er haldið. Yfirvöld hafa frá því í september 2021 einnig bannað fjölskyldu hans að hafa samband við hann. Á meðan hann er í haldi ber írönskum stjórnvöldum að tryggja að hann geti haft samband við fjölskyldu og lögfræðing að eigin vali ásamt því að hann fái viðeigandi læknisþjónustu. Auk þess ber þeim að tryggja að hann fái sanngjörn réttarhöld í samræmi við alþjóðlega staðla. Krefstu þess að írönsk stjórnvöld leysi Jamashid Sharmahd úr haldi.

Rússland

Stöðvið árásina og verndið almenning í Úkraínu

Hörmungar og mannréttindaneyð dynur á Úkraínubúum. Nú þegar hafa fullorðnir og börn látið lífið og líf fleiri þúsunda eru í hættu. Krefstu þess að rússnesk yfirvöld stöðvi þessa árás og verndi almenna borgara núna strax!

Óman

Þvingað mannshvarf Masoud Ali

Innanríkisþjónusta öryggismála í Óman hefur fangelsað Masoud Ali Abdullah al-Shahi, meðlim Shuhuh ættbálksins, á leynilegum stað. Um er að ræða þvingað mannshvarf. Þrýstu á innanríkisráðherra Óman, Hamood bin Faysal al-Busaeedi, að láta Masoud Ali Abdullah al-Shahi lausan úr haldi. Þar til Masoud Ali Abdullah al-Shahi hefur verið leystur úr haldi krefjumst við þess að staðsetning hans verði gefin upp, að hann fái að hitta fjölskyldu sína, lögfræðing og lækni og að tryggt sé að hann njóti verndar gegn pyndingum og annarri illri meðferð.

Rússland

Látið umhverfisaðgerðasinna lausan

Vyacheslav Egorov, mikilvirkur umhverfisaðgerðasinni frá bænum Kolomna í Rússlandi, hefur verið handtekinn og dæmdur í eins árs og þriggja mánaða fangelsi. Hann stóð fyrir friðsamlegum mótmælum vegna fyrirhugaðrar landfyllingar árið 2018. Rússnesk yfirvöld verða samstundis að láta hann lausan.

Kína

Leysið úr haldi fimm aðgerðasinna fyrir Ólympíuleikana

Kínversk stjórnvöld nýta Ólympíuleikana í Peking til að styrkja ímynd sína og dreifa athyglinni frá mannréttindabrotum sem eiga sér stað þar í landi. Meðan á Vetrarólympíuleikunum stendur vekjum við athygli á fimm aðgerðasinnum í Kína sem hafa verið frelsissviptir eða hafa horfið í kjölfar þess að hafa nýtt sér réttinn til tjáningar. Skrifaðu undir og þrýstu á að kínversk yfirvöld felli niður allar ákærur gegn aðgerðasinnunum fimm og leysi þá úr haldi án tafar.

Paragvæ

Paragvæ: Krefstu kynfræðslu í skólum

Paragvæ er með hæsta hlutfall þungana unglingstúlkna í Suður-Ameríku. Árlega eru skrásettar um 20.000 þunganir stúlkna á aldrinum 10-19 ára þar í landi. Fjöldi þeirra er afleiðing kynferðisofbeldis og þar af eru rúmlega 80% ofbeldistilfella innan fjölskyldu. Það hefur sýnt sig að kynfræðsla getur verið forvörn gegn kynferðisofbeldi og dregið það fram í dagsljósið. Menntamálaráðherra hefur hins vegar bannað kynfræðslu í skólum og paragvæsk stjórnvöld brugðist skyldu sinni til að virða rétt kvenna til heilsu, menntunar og frelsis frá ofbeldi. Skrifaðu undir til að krefjast kynfræðslu í Paragvæ! Engin stúlka ætti að vera þvinguð inn í móðurhlutverkið.

Madagaskar

Krefjumst þess að mannréttinda sé gætt í baráttunni við loftslagsvána í Madagaskar

Madagaskar er á meðal þeirra landa sem eru hvað allra viðkvæmust fyrir loftslagsvánni. Nú vara verstu þurrkar í mannaminnum á suðurhluta eyjunnar. Hungur og vannæring eykst og fleiri en 1 milljón einstaklinga eru nú á barmi hungursneyðar þar í landi. Einnig hefur aðgangur að hreinu vatni og hreinlæti minnkað. Krefjumst þess að leiðtogar heims, sérstaklega þeirra ríkja sem bera mesta ábyrgð á loftslagsbreytingum og stjórnvöld í Madagaskar grípi til aðgerða og verndi réttindi einstaklinga í Madagaskar.

Bandaríkin

Baráttumaður fyrir réttindum amerískra frumbyggja í fangelsi í rúm 44 ár

Leonard Peltier er 77 ára gamall baráttumaður fyrir réttindum amerískra frumbyggja sem hefur setið í fangelsi í Bandaríkjunum í rúm 44 ár. Í ljósi vafasamrar málsmeðferðar, langs afplánunartíma og þverrandi heilsu Leonards kallar Amnesty International á núverandi forseta Bandaríkjanna, Joe Biden, að Leonard Peltier verði náðaður.

Ísland

Bregðist við stigvaxandi mannréttindakrísu í Afganistan og standið við gefin loforð

Frá yfirtöku í Afganistan þann 15. ágúst hafa talibanar lofað umbótum frá fyrri stjórnartíð sinni og sagst ætla að vernda kvenréttindi og tjáningarfrelsið. Annað hefur hins vegar bersýnilega komið í ljós og eru loforðin því innantóm. Íslandsdeild Amnesty International kallar eftir að íslensk stjórnvöld veki athygli á ástandinu í Afganistan hvar sem tækifæri gefst, ýti undir að komið verði á fót sjálfstæðri rannsóknarsendinefnd (e. Fact Finding Mission) og standi við gefin loforð um móttöku afgansks flóttafólks á Íslandi.

Alþjóðlegt

Berjumst gegn ójöfnuði við skömmtun bóluefna

Milljarðir íbúa lág- og lægri-meðaltekjulanda fá ekki aðgang að covid-19 bóluefnum með lífshættulegum afleiðingum. Skrifið undir tölvupóst sem berst beint til BioNTech, Johnson & Johnson, Moderna og Pfizer og krefjumst þess að þau geri allt í sínu valdi til að úthluta tveimur milljörðum bóluefnaskammta til lág- og lægri-meðaltekjulanda án tafar og að efnaðri ríki dreifi jafnt þeim hundruðum milljóna umframbirgða af bóluefnaskömmtum sem þau hafa sankað að sér.

Alþjóðlegt

Stöðvið misbeitingu kylfa

Um heim allan þagga stjórnvöld niður í mótmælendum með lögreglukylfum. Kylfurnar eru notaðar sem þöggunartól. Rannsóknir Amnesty sýna að kylfur eru notaðar í refsingarskyni. Þær eru notaðar til að berja fólk sem haldið er niðri. Þær eru notaðar til að berja háls og höfuð. Þær eru notaðar til að beita kynferðislegt ofbeldi og pyndingum. Þetta verður að stöðva. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld styðji gerð alþjóðlegs og skuldbindandi samnings um viðskipti með lögregluvopn og búnað sem eru notuð til að beita pyndingum.

Bandaríkin

Vernda þarf mannréttindi í Afganistan

Aðgerðir stjórnar Bidens til að vernda mannréttindi í Afganistan í kjölfar yfirtöku Talíbana í Kabúl eru ófullnægjandi. Hvíta húsið verður að gera meira til að tryggja flutning baráttufólks fyrir mannréttindum, aðgerðasinna sem berjast fyrir kvenréttindum og fjölmiðlafólks úr landi. Aðgerðaleysi kostar mannslíf!

Kúba

Leysið friðsama mótmælendur úr haldi

Þúsundir komu saman þann 11. júlí á Kúbu til að mótmæla ríkisstjórninni vegna efnahagsástandsins, skorts á lyfjum, og almennra takmarkana á tjáningarfrelsinu. Mögulega eru hundruð mótmælenda í fangelsi og ríkið þaggar niður í gagnrýnisröddum með fjölda ákæra. Krefjumst þess að friðsamir mótmælendur verði leystir umsvifalaust úr haldi án skilyrða.