
Íran
26 manneskjur eiga á hættu að vera teknar af lífi í tengslum við mótmæli í Íran
Að minnsta kosti 26 manneskjur eiga á hættu aftöku í tengslum við mótmæli í Íran. Yfirvöld tóku nýlega mótmælendurna Mohsen Shekari og Majidreza Rahanvard af lífi eftir óréttlát sýndarréttarhöld í þeim tilgangi að vekja ótta á meðal almennings og enda mótmæli í landinu. Búið er að dæma 11 til dauða og 15 af þeim hafa verið ákærð fyrir brot þar sem dauðarefsing liggur við.