Allir eiga rétt á ...

Að nemendur velti fyrir sér rétt­inda­hug­takinu og hvað það þýðir að hafa rétt­indi.

Markmið

 • Að nemendur velti fyrir sér rétt­inda­hug­takinu og hvað það þýðir að hafa rétt­indi

Undirbúningur

 • Blað og blýantur fyrir hvern nemanda
 • Tússtafla eða flet­titafla
 • Verk­efna­lýsing
 • Eintök af Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sameinuðu þjóð­anna

Framkvæmd

 1. Hópurinn veltir fyrir sér orðinu rétt­indi og merk­ingu þess. Nemendur eru hvattir til að ræða hvaða rétt­indi fólk hefur. Hér gæti þurft að útskýra merk­ingu orðsins rétt­indi fyrir yngri nemendum.
 2. Nemendur útbúa lista yfir það sem þau telja vera rétt­indi. Kennari hvetur nemendur til að hugsa ekki einungis um þeirra eigin rétt­indi heldur einnig um rétt­indi fólks sem býr annars staðar í heim­inum.
 3. Þegar list­arnir eru tilbúnir er þeim safnað saman á töfluna í einn heild­stæðan lista.
 4. Með eldri nemendum er því næst hægt að bera heild­arlista nemenda saman við Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sameinuðu þjóð­anna. Ef listi nemenda inni­heldur atriði sem ekki eru í mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ing­unni þurfa þeir að rökstyðja af hverju atriðið ætti að vera með á list­anum. Saman­burður við mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­inguna gæti reynst of erfitt viðfangs­efni fyrir yngri nemendur. Kennari gæti því einfaldað hana eða þá sleppt því að nota hana. Í staðinn væri þá hvert atriði á list­anum rætt og nemendur rökstyðja af hverju atriðið á heima á heild­arlist­anum.

Ígrundun

Líklegt er að mikil umræða skapist á meðan verk­efninu stendur og eftir að því lýkur. Mikil­vægt er að allir þátt­tak­endur gangi sáttir frá verk­efninu og skilji afstöðu þeirra sem þeir eru ósam­mála. Gæta þarf þess að leið­rétta rang­færslur sem koma upp í umræðum. Einnig er gott fyrir að gefa verk­efninu líf og vísa í raun­veruleg dæmi um mann­rétt­inda­brot. Hægt er að ljúka þessu verk­efni með því að ræða við nemendur um það sem þeir lærðu af æfing­unni. Ræðið eftir­far­andi punkta:

 1. Hvað kom þér mest á óvart?
 2. Lærðir þú eitt­hvað af þessu verk­efni?
 3. Hvaða punktar þóttu þér áhuga­verð­astir?
 4. Haldið þið að öll börn á Íslandi njóti sömu rétt­inda? Ef ekki, þá af hverju ekki?

Lengd 60-90 mínútur Aldur 7-12 ára