Imagine - Að hugsa sér

Í verk­efninu nota nemendur bókina Imagine – Að hugsa sér til að fjalla um frið, gæsku, styrj­aldir, og þján­ingu. Bókin fjallar líka um samkennd og von og mikil­vægi þess að finna hjá sér hugrekki til að gera heiminn betri.

Verk­efnið er tvíþætt. Annars vegar spurn­ingar fyrir umræður og einföld verk­efni tengd bókinni og hins vegar fönd­ur­verk­efni þar sem nemendur útbúa skraut­borða með skila­boðum um frið.

Markmið

  • Að stuðla að víðsýni barna og efla siðferð­is­vitund þeirra
  • Að leggja grund­völl að því að börn verði sjálf­stæðir, virkir og ábyrgir þátt­tak­endur í lýðræð­is­þjóð­fé­lagi
  • Að rækta hæfi­leika barna til tján­ingar og sköp­unar
  • Að veita skipu­lega málörvun og stuðla að eðli­legri færni í íslensku

Lengd 90-120 mínútur Aldur 3-6 ára