Nýja plánetan okkar

Í verk­efninu útbúa nemendur sinn eigin mann­rétt­inda­sátt­mála sem þeir svo bera saman við Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sameinuðu þjóð­anna.

Markmið

  • Að nemendur geti greint hvað sé þeim mikil­vægt þegar kemur að rétt­indum fólks
  • Að nemendur kynni sér Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sameinuðu þjóð­anna
  • Að nemendur fái þjálfun í að taka þátt í rökræðum, hlusta á aðra og bregðast við með rökum

Undirbúningur

  • Tússtafla eða flet­titafla og tússpennar
  • Pennar og blöð fyrir hvern hóp
  • Eintök af Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sameinuðu þjóð­anna

Framkvæmd

A-hluti – Mann­rétt­indi á nýrri plánetu
1. Nemendum er skipt í litla hópa og síðan er eftir­far­andi atburðarás lesin fyrir nemendur:

Ný pláneta sem býður upp á kjör­að­stæður til búsetu hefur fundist í sólkerfinu. Enginn hefur búið þar áður og því eru engin lög, engar reglur né saga þar til staðar. Þið komið til með að nema land á plán­et­unni og eruð í hópi þess fólks sem kemur til með að setjast þar að. Þið hafið verið valin til að skrifa mann­rétt­inda­sátt­mála  fyrir nýja heim­ilið. Þið vitið ekki hver ykkar staða eða hlut­verk í hinu nýja þjóð­fé­lagi kemur til með að vera.

2. Hóparnir eru beðnir um að finna nafn á plán­etuna og ákveða tíu rétt­indi sem koma til með að vera til staðar fyrir alla ábúendur hennar.
3. Eftir 20 mínútur er hver hópur beðinn að fara yfir þau tíu rétt­indi sem eru í mann­rétt­inda­sátt­mála nýju plán­et­unnar. Þegar hóparnir fara yfir sátt­málana sína eru rétt­indin jafnóðum skrifuð upp á töflu á nýjan aðall­ista (annað hvort getur kennari gert þetta eða hann fengið nokkra nemendur til þess). Gott er að flokka rétt­indin til að aðgreina ólík rétt­indi og sameina lík rétt­indi. Gott er að flokka rétt­indin á eftir­far­andi máta: borg­araleg og stjórn­málaleg rétt­indi og efna­hagsleg, félagsleg og menn­ing­arleg rétt­indi.
4. Tími fyrir umræður. Þegar hingað er komið er gott að gefa öllum hópnum tæki­færi til að ræða mann­rétt­inda­sátt­málann og eftir­far­andi spurn­ingar:

  1. Hvernig ákváðu hóparnir hvað ætti heima í sátt­mál­anum?
  2. Væri í lagi að undan­skilja einhver rétt­indi?
  3. Vantar einhver mikilvæg rétt­indi í sátt­málann?

 

B-Hluti – Rétt­indi tengd Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sameinuðu þjóð­anna
1. Hver hópur er beðinn að para saman rétt­indin á töfl­unni við greinar Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingar Sameinuðu þjóð­anna. Sum rétt­indin gætu tengst fleiri en einni grein á meðan önnur eru alls ekki í mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ing­unni.
2. Eftir tíu mínútur eru hóparnir beðnir um að kynna niður­stöður sínar og eru númer greina mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ing­ar­innar skrifuð við hlið þeirra rétt­inda sem eru á aðall­ist­anum á töfl­unni. Gott er að hver hópur fari aðeins yfir 2-3 greinar/rétt­indi svo að allir hópar fái tæki­færi til að para rétt­indin saman. Einnig er gott að hóparnir lesi upp þær greinar mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ing­ar­innar sem þeir para saman við rétt­indin á töfl­unni svo að skýrt sé að þau fari saman.
3. Tími fyrir umræður. Í lokin er gott að hópurinn ræði eftir­far­andi spurn­ingar:

  1. Eru einhver rétt­indi á list­anum sem ekki eru í Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sameinuðu þjóð­anna?
  2. Eru einhver rétt­indi mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ing­ar­innar sem vantar í mann­rétt­inda­sátt­mála nýju plán­et­unnar?
  3. Hvað hafa nemendur lært af þessari æfingu?

Ígrundun

Sjá lið 4 í A-hluta og lið 3 í B-hluta.

Lengd 40-60 mínútur Aldur 10+