Í verkefninu útbúa nemendur sinn eigin mannréttindasáttmála sem þeir svo bera saman við Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.
A-hluti – Mannréttindi á nýrri plánetu
1. Nemendum er skipt í litla hópa og síðan er eftirfarandi atburðarás lesin fyrir nemendur:
Ný pláneta sem býður upp á kjöraðstæður til búsetu hefur fundist í sólkerfinu. Enginn hefur búið þar áður og því eru engin lög, engar reglur né saga þar til staðar. Þið komið til með að nema land á plánetunni og eruð í hópi þess fólks sem kemur til með að setjast þar að. Þið hafið verið valin til að skrifa mannréttindasáttmála fyrir nýja heimilið. Þið vitið ekki hver ykkar staða eða hlutverk í hinu nýja þjóðfélagi kemur til með að vera.
2. Hóparnir eru beðnir um að finna nafn á plánetuna og ákveða tíu réttindi sem koma til með að vera til staðar fyrir alla ábúendur hennar.
3. Eftir 20 mínútur er hver hópur beðinn að fara yfir þau tíu réttindi sem eru í mannréttindasáttmála nýju plánetunnar. Þegar hóparnir fara yfir sáttmálana sína eru réttindin jafnóðum skrifuð upp á töflu á nýjan aðallista (annað hvort getur kennari gert þetta eða hann fengið nokkra nemendur til þess). Gott er að flokka réttindin til að aðgreina ólík réttindi og sameina lík réttindi. Gott er að flokka réttindin á eftirfarandi máta: borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi.
4. Tími fyrir umræður. Þegar hingað er komið er gott að gefa öllum hópnum tækifæri til að ræða mannréttindasáttmálann og eftirfarandi spurningar:
B-Hluti – Réttindi tengd Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna
1. Hver hópur er beðinn að para saman réttindin á töflunni við greinar Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Sum réttindin gætu tengst fleiri en einni grein á meðan önnur eru alls ekki í mannréttindayfirlýsingunni.
2. Eftir tíu mínútur eru hóparnir beðnir um að kynna niðurstöður sínar og eru númer greina mannréttindayfirlýsingarinnar skrifuð við hlið þeirra réttinda sem eru á aðallistanum á töflunni. Gott er að hver hópur fari aðeins yfir 2-3 greinar/réttindi svo að allir hópar fái tækifæri til að para réttindin saman. Einnig er gott að hóparnir lesi upp þær greinar mannréttindayfirlýsingarinnar sem þeir para saman við réttindin á töflunni svo að skýrt sé að þau fari saman.
3. Tími fyrir umræður. Í lokin er gott að hópurinn ræði eftirfarandi spurningar:
Sjá lið 4 í A-hluta og lið 3 í B-hluta.
Lengd 40-60 mínútur Aldur 10+
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu