Sótt um vernd í ókunnugu landi

Í æfing­unni setja þátt­tak­endur sig í spor flótta­fólks og sækja um vernd í ókunnugu landi.

Markmið

  • Að þátt­tak­endur fái innsýn í veru­leika flótta­fólks
  • Að þátt­tak­endur velti fyrir sér eigin rétt­indum í saman­burði við rétt­indi annarra

Undirbúningur

Eintök af umsókn um vernd á tyrk­nesku fyrir þátt­tak­endur. Nokkrir pennar svo þörf sé á að deila.

Framkvæmd

  1. Þátt­tak­endur koma inn í kennslu­stofuna án þess að þeim sé heilsað eða þeir virtir viðlits.
  2. Nokkrum mínútum eftir að kennslu­stund á að hefjast er umsóknum um vernd dreift til þátt­tak­enda og þeim sagt að þeir hafi fimm mínútur til að fylla blaðið út. Hægt er að segja þetta á hvaða tungu­máli sem er:
    Íslenska: Þið hafið fimm mínútur til að fylla út umsóknina.
    Enska: You have five minutes to fill out this form.
    Tyrk­neska: Formu dold­urmak için beş dakik­aniz vardır.

Ekkert frekar er sagt við þátt­tak­endur á þessum tíma­punkti. Spurn­ingar og mótmæli eru hunsuð.

Fáir þátt­tak­endur koma til með að skilja eitt­hvað í umsókn­inni vegna tungu­mála­erf­ið­leika. Ef
snjallsímar, spjald­tölvur eða fartölvur eru nýttar í kennslu er ekkert sem mælir á móti því að slík tæki séu notuð við útfyll­ingu umsókn­ar­innar.
3. Heilsið þeim sem mæta seint stutt­ara­lega (t.d. „Er einhver ástæða fyrir því af hverju þú ert sein/n/t? Þú hefur aðeins __ mínútur til að fylla þetta blað út.“). Flestir munu átta sig á að um leik er að ræða en þó gætu einhverjir orðið stress­aðir eða reiðir.
4. Að fimm mínútum liðnum er umsókn­unum safnað saman án þess að brosað sé til þátt­tak­enda. Forðist einnig augn­sam­band.
5. Veldu umsókn af handa­hófi og biddu viðkom­andi um að stíga fram. Skoðaðu umsóknina og
segðu eftir­far­andi, „Ég sé að þú hefur svarað þessari spurn­ingu neit­andi. Þér er neitað um
vernd.“ Endur­takið þetta nokkrum sinnum.
6. Nú er komið að því að stíga út úr hlut­verkinu og ræða við þátt­tak­endur um upplifun þeirra.

Ígrundun

Eftir þessa æfingu er líklegt að umræða skapist og því er nauð­syn­legt að ræða þetta aðeins með þátt­tak­endum. Ræðið hvernig þátt­tak­endum leið þegar þeir fengu kaldar móttöku í upphafi æfingar, hvernig þeim fannst að fylla út umsóknina og hvort þessi æfing geti gefið mynd af því hvernig
umsækj­endum um vernd líður.

Hægt er að nota æfinguna sem byrjun á stærra verk­efni tengdu flótta­fólki, móttöku þeirra og aðstæðum.

Lengd 15 mínútur Aldur 13+