Í æfingunni setja þátttakendur sig í spor flóttafólks og sækja um vernd í ókunnugu landi.
Eintök af umsókn um vernd á tyrknesku fyrir þátttakendur. Nokkrir pennar svo þörf sé á að deila.
Ekkert frekar er sagt við þátttakendur á þessum tímapunkti. Spurningar og mótmæli eru hunsuð.
Fáir þátttakendur koma til með að skilja eitthvað í umsókninni vegna tungumálaerfiðleika. Ef
snjallsímar, spjaldtölvur eða fartölvur eru nýttar í kennslu er ekkert sem mælir á móti því að slík tæki séu notuð við útfyllingu umsóknarinnar.
3. Heilsið þeim sem mæta seint stuttaralega (t.d. „Er einhver ástæða fyrir því af hverju þú ert sein/n/t? Þú hefur aðeins __ mínútur til að fylla þetta blað út.“). Flestir munu átta sig á að um leik er að ræða en þó gætu einhverjir orðið stressaðir eða reiðir.
4. Að fimm mínútum liðnum er umsóknunum safnað saman án þess að brosað sé til þátttakenda. Forðist einnig augnsamband.
5. Veldu umsókn af handahófi og biddu viðkomandi um að stíga fram. Skoðaðu umsóknina og
segðu eftirfarandi, „Ég sé að þú hefur svarað þessari spurningu neitandi. Þér er neitað um
vernd.“ Endurtakið þetta nokkrum sinnum.
6. Nú er komið að því að stíga út úr hlutverkinu og ræða við þátttakendur um upplifun þeirra.
Eftir þessa æfingu er líklegt að umræða skapist og því er nauðsynlegt að ræða þetta aðeins með þátttakendum. Ræðið hvernig þátttakendum leið þegar þeir fengu kaldar móttöku í upphafi æfingar, hvernig þeim fannst að fylla út umsóknina og hvort þessi æfing geti gefið mynd af því hvernig
umsækjendum um vernd líður.
Hægt er að nota æfinguna sem byrjun á stærra verkefni tengdu flóttafólki, móttöku þeirra og aðstæðum.
Lengd 15 mínútur Aldur 13+
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu