Í verkefninu setja nemendur sig í spor fólks á flótta og velta fyrir sér muninum á nauðsynjum og munaði.
Þú/fjölskyldan þín neyðist til að yfirgefa heimalandið þegar í stað. Það er enginn tími til að kveðja vini eða fjölskyldu. Heyrst hefur að lögreglan sé á leiðinni til að handtaka þig/fjölskyldu þína. Hvert þú ferð/fjölskyldan fer og hversu lengi það mun taka að komast þangað er algjörlega óljóst. Þú/fjölskyldan hefur fimm mínútur til að pakka 30 hlutum til að taka með. Hvað tekur þú/fjölskylda þín með?
Þér/fjölskyldu þinni hefur tekist að flýja undan stjórnvöldum. Þú ert/fjölskyldan er komin/n/ð að landamærum þar sem smyglarar hafa fallist á að flytja þig/ykkur yfir landamærin tilnágrannalands. En plássið er lítið og þú þarft/þið þurfið að skilja tíu hluti eftir. Þið hafið sjö mínútur til að ákveða hvað fer með og hvað er skilið eftir.
4. Eftir sjö mínútur eru hóparnir beðnir að deila með öllum hvaða hluti þeir hafa ákveðið að skilja eftir við landamærin og hvers vegna. Nemendur er síðan spurðir hvernig þeim leið á meðan æfingunni stóð. Var hún erfið? Af hverju, af hverju ekki?
5. Næst er eftirfarandi atburðarás lesin upp:
Þú hefur/þið hafið komist yfir landamærin til nágrannalands en smyglararnir geta ekki ferðast lengra með ykkur. Þú þarft/fjölskyldan þarf að ganga 200 kílómetra í gegnum varasamt landsvæði til að komast til næsta þorps. Þú munt/þið munið aðeins lifa ferðalagið af ef þið fylgið eftirfarandi reglum: Fullorðnir og unglingar (>13) geta aðeins borið þrjá hluti, börn á aldrinum fimm til 13 ára geta aðeins borið tvo hluti, börn undir fimm ára aldri geta ekkert borið, afar og ömmur yfir 55 ára aldri geta borið einn hlut. Þú hefur/þið hafið tíu mínútur til að ákveða hversu marga hluti þú/fjölskyldan getur borið og hvaða hlutir verða skildir eftir.
6. Eftir að tíu mínútur eru liðnar eru hóparnir beðnir að deila með öllum hversu marga hluti þeir gátu borið og hvað ákveðið var að skilja eftir. Hóparnir eru beðnir að meta það hvernig þeirra fjölskylda er samansett og hvernig getan til að bera hluti hefur þar af leiðandi áhrif á líkurnar til að lifa af það ferðalag sem framundan er. Hugmyndin er að auka skilning þeirra á mismunandi aðstæðum fólks. T.d. getur einstæð móðir með barn aðeins borið fjóra hluti.
7. Að lokum er eftirfarandi atburðarás lesin upp:
Þú/fjölskyldan hefur komist alla leið til næsta þorps. Þar er bátur sem getur flutt þig/ykkur til öruggs lands. En það eru margir sem vilja komast að og þú/fjölskyldan getur aðeins tekið fimm hluti með í sjóferðina. Ef þú ert þegar með fimm eða færri hluti þá geturðu aðeins tekið þá með þér – ekkert meira. Báturinn heldur úr höfn eftir tvær mínútur. Hvað tekur þú/fjölskyldan með?
8. Að tveimur mínútum liðnum fara hóparnir yfir með öllum bekknum hvaða hluti þeir tóku með
sér í bátinn.
Eftir æfinguna er mikilvægt að ræða með öllum hópnum hvernig nemendum leið á meðan æfingunni stóð. Hvernig tók hópurinn ákvarðanir? Var það erfitt? Nemendur eru beðnir að líta aftur yfir upprunalega listann með hlutunum 30. Geta nemendur greint á milli hvaða hlutir eru nauðsynlegir og hvaða hlutir eru munaður? Ræðið í hópum eða allur bekkurinn saman. Hér er hægt að deila með nemendum töflu með þeim hlutum sem er nauðsynlegt að hafa með sér. Kennari þarf að gæta þess að leiðrétta þær rangfærslur sem geta komið upp í umræðum nemenda. Einnig er gott að gefa leiknum líf með því að vísa í raunveruleg dæmi um fólk á flótta.
Lengd 40-60 mínútur Aldur 13-16 ára
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu