Bréf til bjargar lífi 2017

Í verk­efnum þessa kennslu­heftis nota nemendur efni tengt málum þeirra einstak­linga sem sjónum var beint að í Bréf til bjargar lífi 2017 til að skoða mann­rétt­indi og grípa til aðgerða.

Bréf til bjargar lífi

Bréf til bjargar lífi er stærsti árlegi viðburður Amnesty Internati­onal en markmið herferð­ar­innar er að vekja fólk til vitundar, hvetja það til aðgerða og koma á raun­veru­legum breyt­ingum í lífi fólks og samfé­lögum sem hafa þjáðst eða eru í hættu á að verða fyrir mann­rétt­inda­brotum.

Lærum um mannréttindi okkar

Kennslu­heftið saman­stendur af fjórum verk­efnum þar sem nemendum gefst kostur á að kafa dýpra í heim mann­rétt­inda og mann­rétt­inda­brota ásamt því að grípa til aðgerða með því að krefja stjórn­völd um að virða mann­rétt­indi fólks og skrifa stuðn­ingskveðju til þolenda eða aðstand­enda þeirra.

Verk­efni 1: Vald og ábyrgð

Í verk­efninu nota nemendur efni tengt máli um mann­dráp af hendi lögregl­unnar í Jamaíku til að skoða mann­rétt­indi þeirra sem hlut eiga að máli og hlut­verk lögregl­unnar. Nemendur eru hvattir til að skrifa bréf til stuðn­ings baráttu systur þolandans.

Verk­efni 2: Að láta í sér heyra

Í verk­efninu auka nemendur færni í að koma skila­boðum á fram­færi og sann­færa aðra með reynslu­sögu mann­rétt­inda­frömuðs í Kína.

Verk­efni 3: Réttur til að mótmæla

Í verk­efninu nota nemendur tilvik tveggja mann­rétt­inda­frömuða á hernumdum svæðum í Palestínu til að kynna sér rétt­indin sem kveðið er á um í Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sameinuðu þjóð­anna.

Verk­efni 4: Bak við lás og slá

Í verk­efninu hugleiða nemendur réttinn til frelsis, fyrst með því að íhuga eigin afstöðu til þess að missa réttinn til frelsis, með því að skoða mál mann­rétt­inda­fröm­uðar sem var sakfelldur á fölskum forsendum eftir að hafa verið í fang­elsi án rétt­ar­halda í tíu mánuði.

Lengd 60-90 mínútur Aldur Allir aldurshópar