Kennsluheftið samanstendur af fjórum verkefnum þar sem nemendum gefst kostur á að kafa dýpra í heim mannréttinda og mannréttindabrota ásamt því að grípa til aðgerða með því að krefja stjórnvöld um að virða mannréttindi fólks og skrifa stuðningskveðju til þolenda eða aðstandenda þeirra.
Verkefni 1: Vald og ábyrgð
Í verkefninu nota nemendur efni tengt máli um manndráp af hendi lögreglunnar í Jamaíku til að skoða mannréttindi þeirra sem hlut eiga að máli og hlutverk lögreglunnar. Nemendur eru hvattir til að skrifa bréf til stuðnings baráttu systur þolandans.
Verkefni 2: Að láta í sér heyra
Í verkefninu auka nemendur færni í að koma skilaboðum á framfæri og sannfæra aðra með reynslusögu mannréttindafrömuðs í Kína.
Verkefni 3: Réttur til að mótmæla
Í verkefninu nota nemendur tilvik tveggja mannréttindafrömuða á hernumdum svæðum í Palestínu til að kynna sér réttindin sem kveðið er á um í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.
Verkefni 4: Bak við lás og slá
Í verkefninu hugleiða nemendur réttinn til frelsis, fyrst með því að íhuga eigin afstöðu til þess að missa réttinn til frelsis, með því að skoða mál mannréttindafrömuðar sem var sakfelldur á fölskum forsendum eftir að hafa verið í fangelsi án réttarhalda í tíu mánuði.