Í fréttum er þetta helst ...

Í verk­efninu skoða nemendur fréttamiðla til að efla vitund um mann­rétt­indi í daglegu lífi þar sem mann­rétt­indi eru brotin, þeirra er notið og þau vernduð.

Markmið

  • Að nemendur fái þjálfun í að tengja mann­rétt­indi við daglegt líf og kynnist Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sameinuðu þjóð­anna
  • Að nemendur fái þjálfun í lesskiln­ingi, að draga álykt­anir, að beita gagn­rýnni hugsun og röksemda­færslu.
  • Að nemendur fái þjálfun í að vinna í samstarfi við aðra
  • Að nemendur fái þjálfun til að nýta marg­vís­lega miðla í þekk­ing­ar­leit, úrvinnslu og miðlun og nýta upplýs­ingar á ábyrgan, skap­andi og gagn­rýninn hátt

Undirbúningur

  • Nýleg dagblöð
  • Plaköt, skæri, lím og kenn­aratyggjó
  • Eintök af Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sameinuðu þjóð­anna
  • Hægt að nota tölvur til að skoða netmiðla og útbúa kynn­ingu í Prezi, PowerPoint eða öðru slíku forriti sem aðgengi­legt er á inter­netinu ef vill

Kveikja

Sem kveikju má byrja á léttu spjalli um hvað sé helst í fréttum og gefa nemendum tæki­færi á að deila því sem þeir hafa lesið/horft á/hlustað á síðustu daga. Síðan má tengja þá umræðu við mann­rétt­indi. Verk­efnið er einnig tilvalið sem fram­hald af verk­efninu Nýja plán­etan okkar sem hægt er að finna í verk­efna­k­ist­unni.

Framkvæmd

  1. Nemendum er skipt í litla hópa. Hver hópur fær dagblað eða síður úr dagblaði til að vinna með ásamt skærum, lími, kenn­aratyggjói og plakati.
  2. Hver hópur á að útbúa plakat og nota til þess fréttir úr dagblaðinu. Plakatið á að sýna fréttir sem passa í eftir­far­andi flokka:
    • Rétt­indi sem fólk nýtur
    • Rétt­indi sem fólki er neitað um
    • Rétt­indi sem eru vernduð
    • Rétt­indi sem rekast á

Gott er að benda nemendum á að skoða ekki einungis fréttir heldur einnig auglýs­ingar, tilkynn­ingar, aðsend bréf, dálka­skrif og annað slíkt.

  1. Þegar nemendur hafa fundið nokkur dæmi fyrir hvern flokk velur hópurinn eitt dæmi úr hverjum flokki til að greina eftir­far­andi betur:
    • Hvaða rétt­indi eru til umræðu í þessari frétt/auglýs­ingu? Skrifið niður stik­korð við hlið dæmis á plakati.
    • Finnið þá grein/þær greinar í Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sameinuðu þjóð­anna sem ná yfir rétt­indin og skrifið númer grein­ar­innar/grein­anna við hlið stik­korð­anna.
  1. Næst velur hver hópur sér tals­mann til að skýra í stuttu máli frá niður­stöðum. Hver hópur velur 1-2 dæmi til að skýra frá nánar:
    • Hvaða rétt­indi tengjast frétt­inni/auglýs­ing­unni?
    • Hvaða grein/ar Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingar Sameinuðu þjóð­anna tengjast frétt­inni/auglýs­ing­unni?

Ígrundun

lok verk­efnis er tilvalið að allur hópurinn ræði eftir­far­andi atriði:

  1. Hvaða flokk rétt­inda var auðveldast/erfiðast að finna í dagblöð­unum?
  2. Komu einhverjar greinar mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ing­ar­innar ítrekað fyrir? Komu einhverjar greinar yfir­lýs­ing­ar­innar aldrei fyrir í dagblöð­unum? Er einhver leið að útskýra þetta?
  3. Hversu margar fréttir nefndu mann­rétt­indi með beinum orðum? Hversu margar fréttir fjölluðu um mann­rétt­indamál en notuðu ekki hugtakið mann­rétt­indi eða mann­rétt­inda­brot? Af hverju haldið þið að þessi hugtök hafi ekki verið nefnd í þeim fréttum?
  4. Ef litið er til þess­arar úttektar hver virðist staða mann­rétt­inda vera í heim­inum í dag? Erlendis og á Íslandi.
  5. Er einhver ástæða til að draga frétta­flutning um þessi málefni í efa? Af hverju, af hverju ekki?
  6. Hvaða jákvæða fram­taks eða aðgerða er gripið til vegna verndar og efnda á þeim mann­rétt­indum sem rædd eru í frétt­unum? Hver er það sem grípur til aðgerða?

Ýmsir punktar

Þetta verk­efni er ekki einungis hægt að nýta í samfé­lags­greinum heldur er það einnig tilvalið til notk­unar í ensku­kennslu efri bekkja og í fram­halds­skólum og jafnvel fram­halds­áföngum í öðrum tungu­málum.

Ef vilji og tími er til er hægt að vinna áfram með verk­efnið. Hér að neðan eru tillögur að frekari útfærslu:

Höfum augun opin

Leyfið plaköt­unum að hanga uppi í skóla­stof­unni eða frammi á gangi. Síðan geta nemendur haldið áfram að fylgjast með fréttaum­fjöllun sem tengist mann­rétt­indum og mann­rétt­inda­brotum og bætt við á plakötin eftir því sem tæki­færi gefst til. Hægt er að taka 10 mínútur í upphafi eða lok dags einu sinni í viku til að skoða það sem bæst hefur í flóruna.

Saman­burður á umfjöllun

Nemendur eru beðnir um að bera saman umfjall­anir í mismun­andi fréttamiðlum. Er umfjöllun mismun­andi eftir dagblöðum, netfréttamiðlum eða sjón­varps­frétta­stöðvum? Ef já, hver er munurinn? Er sjón­ar­hornið og tónninn sá sami? Ef nei, hver er munurinn?

Könnun á umfjöllun í sjón­varpi

Nemendur eru beðnir um að horfa á sjón­varps­fréttir eða á sjón­varps­þátt um frétta­tengt efni og greina umfjöll­unina út frá mann­rétt­indum og greinum Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingar Sameinuðu þjóð­anna. Nemendur geta svo borið saman bækur sínar í kennslu­stund og rætt málin undir leið­sögn kennara.

Lengd 30-90 mínútur Aldur 13+