Í verkefninu skoða nemendur fréttamiðla til að efla vitund um mannréttindi í daglegu lífi þar sem mannréttindi eru brotin, þeirra er notið og þau vernduð.
Sem kveikju má byrja á léttu spjalli um hvað sé helst í fréttum og gefa nemendum tækifæri á að deila því sem þeir hafa lesið/horft á/hlustað á síðustu daga. Síðan má tengja þá umræðu við mannréttindi. Verkefnið er einnig tilvalið sem framhald af verkefninu Nýja plánetan okkar sem hægt er að finna í verkefnakistunni.
Gott er að benda nemendum á að skoða ekki einungis fréttir heldur einnig auglýsingar, tilkynningar, aðsend bréf, dálkaskrif og annað slíkt.
lok verkefnis er tilvalið að allur hópurinn ræði eftirfarandi atriði:
Þetta verkefni er ekki einungis hægt að nýta í samfélagsgreinum heldur er það einnig tilvalið til notkunar í enskukennslu efri bekkja og í framhaldsskólum og jafnvel framhaldsáföngum í öðrum tungumálum.
Ef vilji og tími er til er hægt að vinna áfram með verkefnið. Hér að neðan eru tillögur að frekari útfærslu:
Höfum augun opin
Leyfið plakötunum að hanga uppi í skólastofunni eða frammi á gangi. Síðan geta nemendur haldið áfram að fylgjast með fréttaumfjöllun sem tengist mannréttindum og mannréttindabrotum og bætt við á plakötin eftir því sem tækifæri gefst til. Hægt er að taka 10 mínútur í upphafi eða lok dags einu sinni í viku til að skoða það sem bæst hefur í flóruna.
Samanburður á umfjöllun
Nemendur eru beðnir um að bera saman umfjallanir í mismunandi fréttamiðlum. Er umfjöllun mismunandi eftir dagblöðum, netfréttamiðlum eða sjónvarpsfréttastöðvum? Ef já, hver er munurinn? Er sjónarhornið og tónninn sá sami? Ef nei, hver er munurinn?
Könnun á umfjöllun í sjónvarpi
Nemendur eru beðnir um að horfa á sjónvarpsfréttir eða á sjónvarpsþátt um fréttatengt efni og greina umfjöllunina út frá mannréttindum og greinum Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Nemendur geta svo borið saman bækur sínar í kennslustund og rætt málin undir leiðsögn kennara.
Lengd 30-90 mínútur Aldur 13+
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu