Réttindi og virðing: Kennsluhefti um málefni flóttafólks og farandfólks

Í þessu kennslu­hefti er fjallað um undir­stöðu­at­riði rétt­inda flótta­fólks og farand­fólks.

Um kennsluheftið

Þetta fræðslu­efni má nota sem verk­færi fyrir alla þá, hvar sem er í heim­inum, sem vilja fræðast um rétt­indi flótta­fólks og farand­fólks og taka virkan þátt í starfi tengdu slíkum rétt­indum, innan síns lands eða samfé­lags. Þetta fræðslu­efni hentar sérstak­lega kenn­urum, ungmennum, aðgerða­sinnum, tals­mönnum mann­rétt­inda og fólki sem ferðast mikið milli landa. Efnið má nota sem fræðslupakka til að fræða og vald­efla nærsam­félag sitt til að taka vel á móti flótta­fólki og farand­fólki. Að taka vel á móti flótta­fólki og farand­fólki felur meðal annars í sér að gæta þess að mann­rétt­indi séu virt og vernduð.

Lengd Annað Aldur 16+