Dag hvern hætta mannréttindafrömuðir lífi sínu í þágu mannréttinda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumbískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi.
Hver er vandinn?
Yuly, María, Jani og Joel, ásamt meðliumum samtakanna CREDHOS, eru hugrakkir einstaklingar. Í samstarfi við samfélög sín í Catatumbo, Magdalena Medio, Meta, og Putumayo, leggja þau sitt af mörkum til að binda enda á ofbeldi og standa vörð um náttúruauðlindir. Þau berjast fyrir mannréttindum í heimalandi sínu þrátt fyrir að engin sé látin sæta ábyrgð á árásum gegn þeim og yfirvöld geti ekki tryggt öryggi þeirra.
Að berjast fyrir mannréttindum í Kólumbíu er afar hættulegt og mannréttindafrömuður er myrtur um það bil annan hvern dag.
Kólumbísk yfirvöld hafa sögulegt tækifæri til að axla ábyrgð og tryggja að mannréttindafrömuðir geti beitt sér fyrir mannréttindum án ótta við hefndaraðgerðir, án þess að leggja líf sitt í hættu.
Hvað er hægt að gera?
Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórnvöld tryggi umfangsmiklar öryggisaðgerðir og verndi alla mannréttindafrömuði.
Á myndinni með þessu ákalli er Jani Silva, en hennar mál var hluti af Þitt nafn bjargar lífi árið 2020.